Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 47
KVÆÐAFLOKKUR.
á&
Linar sviða í sál
gömul sóldrauma fjöld.
— Frá þeim yljar oss æ
sérhvert ógæfu kvöld.
. Snjór.
Dapur og hljóður, draumi skáldsin9 líkur,
deyjandi blómin kemur þú að friða,
og mjúkum höndum sáran læknar sviða.
Sölnaða jörð í nýjar klæðir flíkur.
Gott á hver jurt, sem fær í friði að dreyma,
við faðm þinn, snjór, og hlýju þinnar nýtur.
sem aldrei vetur augum brostnum lítur,
en öðlast það að mega sofa og gleyma.
* * *
Og þú átt gott að bíða vorsins bjarta,
sem bráðum þig á arma sína tekur,
og kuldann burt úr sjálfs þíns sinni hrekur
og svæfir þig við náttúrunnar hjarta.
MAÍ.
Hver sólgeisli verður að söng í dag,
því sumarið færir mér nýjan brag,
og andvarinn syngur sitt ljúflings lag
um ljósið og daginn.
Sem afmælis-ljóð verður litskrýdd mörk,
sem lifandi vera hver grænklædd björk;
en draumheima litskrúð
legst yfir sléttuna og bæinn.
Nú titrar hver strengur, sem tilverin á,
hver tónn öðlast mynd, sem er göfug og há.
Að hástóli lífsins nú leitar hver þrá
mót ljósinu bjarta.
Nú sefast hver harmur er hugraunir bjó,
og hugur sem aldrei fann neinsstaðar ró,
í draumsælu blundar
við alheimsins eilífa hjarta.