Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 50
/ Una Olaf ffelga') Kftlr pröfesNor Rlehard Beck. Á voru mikla þjóðhátíðarári, í hitt eð fyrra sumar, héldu Norð- menn hátíðlegt níu alda afmæli kristninnar þar í landi. Eins og sæmdi þessum merku tímamótum, voru hátíðarhöldin hin viðhafnar- mestu og sótti þau mikill fjöldi manna hvaöanæfa. — Þúsundum Norðmanna í Vesturheimi varð at- burður þessi tilefni pílagrímsfarar á fornar stöðvar. Sætir það engri furðu. Hátíðahöldin voru helguð minningu einhvers hins atkvæða- mesta og áhrifamesta leiðtoga norsku þjóðarinnar, minningu Ól- afs konungs Haraldssonar ins helga, höfuð dýrðlings þjóðar sinn- ar. Hinn 29. júlí 1930 voru 900 ár liðin frá því, að hann féll í orustu á Stiklastöðum skamt frá Þránd- heimi. Þótt kynlegt megi virðast í fljótu bragði, markaði dauði hans í raun og veru úrslitasigur kristn- innar í Noregi, og fyrir því var þessi þjóðhátíð Norðmanna helguð minningu hans sérstaklega. Hún bar nafnið “Ólafshátíð'’ með réttu. Aðal-hátíðahöldin fóru fram í Þrándheimi. Átti það einkar vel við, því að þar hafa bein Ólafs kon- ungs hvílt öldum saman. Dóm- kirkjan í Þrándheimi, sem kölluð hefir verið “lang-glæsilegast guðs- hús í Norður-Evrópu”, var mið- *) Ritgerð þessi er frumsamin á Bnsku og birtist í tímarltinu "The Quarterly Journal of the University of North Da- kota”, 1930. Hún er lauslega þýdd og breytt ati nokkru. depill hátíðarhaldanna. Þangað lágu nú allar leiðir, eins og til Róma- borgar forðum daga. Dómkirkjan á sér langa sögu að baki og merki- lega. Hún er sjö alda gömul, og fyrir atorku og áhuga tveggja kyn- slóða stendur hún nú endurreist í sinni fornu dýrð. Tign hennar og fegurð, að ógleymdum hinum mörgu sögulegu minningum, sem við hana eru tengdar, gerðu hana að hæfum stað fyrir meginþáttu þessarar óvenjulegu hátíðar. Öld- um saman hafa jarðneskar leifar Ólafs helga hvílt skrínlagðar á há- altari dómkirkjunnar. Innan veggja hennar hafa óteljandi bænir stígið upp til dýrlingsins á liðnum ár- hundruðum; þaðan hljómuðu nú lofsöngvar og ræður, sem mikluðu mátt hins djarfhuga konungs og áhrifavald hans. Sagan er frásagnarík um Ólaf Haraldsson, um skapferli hans, æfi hans og starf. Ekki mun það tilviljun ein, að Snorri Sturluson ritar lengst mál um hann allra Nor- egskonunga í “Heimskringlu” sinni. Og “ólafs saga helga” er langtum meira en mikilvægt sögurit; hún á í tilbót geysimikið bókmenta- gildi; ritsnild Snorra lýsir sér hér í allri fjölbreytni sinni og frásagna- krafti. Þá hafa óteljandi sagnir myndast um Ólaf Haraldsson. — Hann varð þjóðhetja og í margra augum píslarvottur; hann varð einnig höfuðdýi’lingur þjóðar sinn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.