Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 53
35
UM ÓLAF HELGA
búinn aö taka kristna trú.*) Skírn
Ólafs var kristnum mönnum hið
mesta fagnaðarefni. Áhrifamaður
og mikill leiðtogi hafði bæzt í hóy
forvígismanna hinnar nýju trúar.
Var nú full ástæða til að vænta
frekari útbreiðslu kristninnar á
Norðurlöndum. Þá er Ólafur hélt
í braut úr Normandíi vorið 1015,
réðist til ferðar með honum sjálf-
ur frændi hertogans, Rúðólfur
biskup, sem vera skyldi kristni-
boði í Noregi.
Ólafur sneri nú baki við víkinga-
lífinu. En þrátt fyrir tryld og
grimmileg vígaferlin, höfðu ár hans
í víking verið honum ágætur skóli.
Foringjahæfileikar hans höfðu ver-
ið reyndir til þrautar, og þeir höfðu
stælst og þroskast. Hann hafði lært
að eiga við hina ólíkustu menn, og
aflaö sér ómetanlegrar reynslu í
hermensku og stjórnmensku. Spor
hans höfðu legið víða um lönd og
hann hafði kynst af eigin reynd lífs-
háttum og menningu margra Norð-
urálfuþjóða. Þessi margbreytta lífs-
reynsla hafði mótað og þroskað
skapgerð hans; verið honum lieppi-
legur undirbúningur stórvirkja
þeirra, sem biðu hans. Þjóðin hans
beið, ekki ósvipað og mærin í á-
lögum, “eftir þeim svein, er leysi
hana af böndum”. Enn var sá mað-
urinn ókominn fram á sviðið, sem
kristnaði Noreg að fullu og sam-
einaði þjóðina norsku í eina heild.
*) Sbr. Alexander Bugge (o g atSrir).
‘‘Norges Historie” I, 2, bls. 330. Eg hefi
injög stutSst vit5 hina ágætu og ábyggi-
legu frásögn þessa merkisrits um líf og
starf ólafs konungs. Sbr. einnig A. Chr.
Bang "Den Norske Kirkes Historie” p.
40. Kirkjusögufræt5ingur þessi 1 eitSir mörg
rök at5 því, at5 ólafur hafi skírt5ur ver-
it5 í Rút5uborg.
En ólafur Haraldsson gerist merk-
isberi þessara hugsjóna og brást
þeim aldrei, hvernig sem á móti
blés.
Með þetta tvöfalda markmið
fyrir augum: að efla og útbreiða
kristnina í Noregi og vinna á ný
ríki forfeðra sinna, — og jafnframt
að sameina þjóð sína og frelsa
hana undan erlendu valdi, — hélt
Ólafur til Noregs frá Englandi
snemma sumarið 1015. Hreptu þei/
mannskaðaveður í hafi, en lentu
heilu og höldnu á vesturströnd
Noregs. Merkilega sögu segir fré
því, er Ólafur steig aftur fæti ;i
feðragrundu. Hann og menn hans
gengu upp á ey nokkra. “Stígr
konungr þar öðrum fæti sem var
leira nokkr, en steyptist öðrum
fæti á kné. Þá mælti hann: Féll ek
nú, segir konungr. Þá svnrar Hrani:
Eigi félltu, konungr; nú festir þú
fætr í landi’’ Ó. s. h. bls. 24). —
Honum reyndist fallið fararheill
og gæfan varð honum nú um skeið
næsta fylgispök. Hann náði á vald
sitt, að vísu með brögðum, Hákoni
jarli, sem réði yfir ríkishluta Ei-
ríks jarls föður síns að honum
fjarverandi. Vann Hákon það til
lausnar sér að fara brott úr Nor-
egi og heita að bera aldrei vopn
gegn Ólafi.
Heldur Ólafur nú suður og aust-
ur með Noregsströndum áleiðis til
átthaga sinna; átti hann víða
fundi með bændum og gengu marg-
ir þeirra honum til handa. Þá er
Ásta frétti af ferðum hans, sendi
hún óðar eftir Sigurði konungi, er
var úti á akri með verkamönnum
sínum, svo sem hans var vandi;
en drottning undirbjó fagnaðar-