Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 54
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA veizlu mikla á móti syni sínum, og bauð þangað öllu stórmenni bygð- arinnar. Lýsing Snorra á veizlunni og undirbúningi hennar er ítarleg og glæsileg; er þar berlega sýnd rausn Ástu drottningar og skör- ungsskapur. Sat Ólafur nú í virkt- um miklum með þeim móður sinni og stjúpföður; en eigi var honum til setu boðið. Tjáði hann Sigurði konungi fyrirætlanir sínar; þótti honum Ólafur ærið stórhuga, er hann hugði til konungdóms yfir öllum Noregi, en hét honum þó liðveizlu sinni. Og fyrir tilstyrk stjúpföður síns, vann Ólafur Upp- landakonunga og aðra höfðingja þar til fylgdar við sig. Höfðingjar úr öðrum héruðum söfnuðust einn- ig undir merki hans. Þó beið hans enn harðasta eldraunin. Til skar- ar hlaut að skríða með honum og Sveini jarli, sem átti að ráða yfir hálfum Noregi. Báðum var full- ljóst hvað í húfi var, og bjuggust því sem ötulast undir úrslitaorust- una. Stóð hún fyrir Nesjum, við suðurströnd Noregs, vorið 1016, og voru hvorirtveggja mannmargir. Var þar bardagi harður og langur, en þar kom, að Sveinn beið lægra hlut. Hann flýði austur til Sví- þjóðar og dó þar næsta ár. Hafði Ólafur nú lagt undir sig allan Noreg og var litlu síðar til kon- ungs tekinn, svo sem lög stóðu til. Sighvatur skáld Þórðarson var með Ólafi konungi í bardaga hans við Svein jarl og orti um það “Nesjavísur” sínar; eru þær kröft- ug lýsing á orustunni og prýðilega kveðnar. “Hér birtist fyrst fjör Sig- hvats og eiginleg skáldleg lipurð,” segir Finnur prófessor Jónsson í bókmentasögu sinni. Á nú við að spyrja: Hversu var þessi nýi konungur Noregs skapi farinn og hverjum hæfileikum var hann búinn. Þess er fyrst að gæta, að hann var maður kornungur, eitt- tvað tuttugu og tveggja ára gamall, en á þeirri tíð var það algengt að konungar kæmust til valda á ung- lingsaldri. Snorri lýsir hinum unga konungi á þessa leið: “Ólafr Haraldsson, er hann óx upp, var ekki hár meðalmaðr, all- þrekligr ok sterkr at afli, ljósjarpr á hár, breiðleitr, ljóss ok rjóðr í and- liti, eygðr forkunnar vel, fagureygr og snareygr, svá at ótti var at sjá í augu hánum, ef hann var reiðr. Ólafr var íþróttamaðr mikill um marga hiuti, kunni vel við boga, skaut manna bezt handskoti, ok syndr vel, hagur ok sjónhannarr um smíðir allar, hvárt er hann gerði eða aðrir menn. Hann var kallaðr Ólafr digri. Hann var djarfr ok snjall í máli, bráðgörr at öllum þroska, bæði afls ok vizku, ok hug- þekkur var hann öllum frændum sínum ok kunnmönnum, kappsamr í leikum, ok vildi fyrir vera öllum öðrum, sem vera átti fyrir tignar sakir hans ok burða” (Ó. s. h. bls. 2). Þá vitum vér, að hann var að eðlisfari stærilátur, þungur fyrir og æði ráðríkur. í fáum orðum, maður viljasterkur, er óbeit hafði á allri hálfvelgju, vægðarlaus í hatri sínu og harður í refsingum. En hið stríða í lund hans var blíðu bland- ið: góðsemi, alúð og örlæti. Hann var strangur, en réttlátur og hrein- skilinn. Hann átti ekki ástúðleik
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.