Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 54
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
veizlu mikla á móti syni sínum, og
bauð þangað öllu stórmenni bygð-
arinnar. Lýsing Snorra á veizlunni
og undirbúningi hennar er ítarleg
og glæsileg; er þar berlega sýnd
rausn Ástu drottningar og skör-
ungsskapur. Sat Ólafur nú í virkt-
um miklum með þeim móður sinni
og stjúpföður; en eigi var honum
til setu boðið. Tjáði hann Sigurði
konungi fyrirætlanir sínar; þótti
honum Ólafur ærið stórhuga, er
hann hugði til konungdóms yfir
öllum Noregi, en hét honum þó
liðveizlu sinni. Og fyrir tilstyrk
stjúpföður síns, vann Ólafur Upp-
landakonunga og aðra höfðingja
þar til fylgdar við sig. Höfðingjar
úr öðrum héruðum söfnuðust einn-
ig undir merki hans. Þó beið hans
enn harðasta eldraunin. Til skar-
ar hlaut að skríða með honum og
Sveini jarli, sem átti að ráða yfir
hálfum Noregi. Báðum var full-
ljóst hvað í húfi var, og bjuggust
því sem ötulast undir úrslitaorust-
una. Stóð hún fyrir Nesjum, við
suðurströnd Noregs, vorið 1016, og
voru hvorirtveggja mannmargir.
Var þar bardagi harður og langur,
en þar kom, að Sveinn beið lægra
hlut. Hann flýði austur til Sví-
þjóðar og dó þar næsta ár. Hafði
Ólafur nú lagt undir sig allan
Noreg og var litlu síðar til kon-
ungs tekinn, svo sem lög stóðu
til.
Sighvatur skáld Þórðarson var
með Ólafi konungi í bardaga hans
við Svein jarl og orti um það
“Nesjavísur” sínar; eru þær kröft-
ug lýsing á orustunni og prýðilega
kveðnar. “Hér birtist fyrst fjör Sig-
hvats og eiginleg skáldleg lipurð,”
segir Finnur prófessor Jónsson í
bókmentasögu sinni.
Á nú við að spyrja: Hversu var
þessi nýi konungur Noregs skapi
farinn og hverjum hæfileikum var
hann búinn. Þess er fyrst að gæta,
að hann var maður kornungur, eitt-
tvað tuttugu og tveggja ára gamall,
en á þeirri tíð var það algengt að
konungar kæmust til valda á ung-
lingsaldri. Snorri lýsir hinum unga
konungi á þessa leið:
“Ólafr Haraldsson, er hann óx
upp, var ekki hár meðalmaðr, all-
þrekligr ok sterkr at afli, ljósjarpr
á hár, breiðleitr, ljóss ok rjóðr í and-
liti, eygðr forkunnar vel, fagureygr
og snareygr, svá at ótti var at sjá
í augu hánum, ef hann var reiðr.
Ólafr var íþróttamaðr mikill um
marga hiuti, kunni vel við boga,
skaut manna bezt handskoti, ok
syndr vel, hagur ok sjónhannarr um
smíðir allar, hvárt er hann gerði
eða aðrir menn. Hann var kallaðr
Ólafr digri. Hann var djarfr ok
snjall í máli, bráðgörr at öllum
þroska, bæði afls ok vizku, ok hug-
þekkur var hann öllum frændum
sínum ok kunnmönnum, kappsamr
í leikum, ok vildi fyrir vera öllum
öðrum, sem vera átti fyrir tignar
sakir hans ok burða” (Ó. s. h.
bls. 2).
Þá vitum vér, að hann var að
eðlisfari stærilátur, þungur fyrir og
æði ráðríkur. í fáum orðum, maður
viljasterkur, er óbeit hafði á allri
hálfvelgju, vægðarlaus í hatri sínu
og harður í refsingum. En hið
stríða í lund hans var blíðu bland-
ið: góðsemi, alúð og örlæti. Hann
var strangur, en réttlátur og hrein-
skilinn. Hann átti ekki ástúðleik