Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 60
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ast til grafar Ólafs helga, eigi að-
eins hvaðanæfa úr Noregi, held-
ur einnig annarsstaðar úr Norður-
álfu. Er þess getið í kvæðum sam-
tíðarskálda, sem eru hinar áreið-
anlegustu heimildir. Slíkt var nú
áhrifavald Ólafs konungs yfir hug-
um manna. Hann var orðinn þjóð-
hetja Norðmanna og höfuð-dýrling-
ur þeirra. Og liugsjónir þær, sem
hann hafði barist fyrir, höfðu sigi'-
að.
Frægð kraftaverka lians harst
víöa um lönd. Kirkjur voru helgað-
ar honum um öll Norðurlönd, í
Englandi, Skotlandi, írlandi, Þýzka-
landi, Rússlandi og meira að segja
í Grænlandi. Líkun og myndir af
honum voru ennþá útbreiddari. Ó-
teljandi sagnir mynduðust um
hann. Almenningsálitið krýndi hann
geislabaug, sem bjartur ljómi stend-
ur af enn í dag. —
En þetta er merkilegast: Þegar
vér sviftum helgiblæjunni af Ólafi
Haraldssyni, stendur oss fyrir sjón-
um maður, sem gæddur er óbil-
andi viljaþreki, stefnufestu og víð-
sýni andans, maður, sem fús var
að leggja alt í sölurnar fyrir göf-
ugar hugsjónir sínar.
Þess vegna verðskuldar hann að-
dáun vora. Og þess vegna lifir
hann, bæði í verkum sínum og í
hjarta þjóðar sinnar. Orð drauma-
mannsins hafa ræzt á honum. Hann
hefir verið um aldaraðir og verð-
ur enn um ókomna tíð konungur
Norðmanna. Hann er máttug sönn-
un þess, að stærstu hugsjónimar
fela í sér ódauðleikann. Á honum
sannast orð skáldsins:
“Ef bila hendur
er bættur galli:
ef merkið stendur
þót't maðurinn falli.”
1