Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Qupperneq 61
Eftir Guftrfuiu H. Fiiiusdóttur.
í dag hafði þeim verið lofað land-
sýn! Skipið skreið hraðfara áfram
vestur á leið, knúð af heljarafii
vélanna, svo það nötraði og eins
og færðist í aukana við hvert á-
takið, er það klauf öldurnar, sem
freyddu og hoppuðu um hliðar þess.
En aftur úr kjölfarinu freyddi græn
og hvítfyssandi röstin, sem smá-
eyddist er fjær dró, unz hún hvarf
út við sjóndeildarhringinn í dökk-
bláum línum.
í dag hafði þeim verð lofað land-
sýn!
Ölver gekk hratt fram og aftur
um þilfarið, honum veitti ekkert
af með að geta haldið á sér hita.
Morguninn var svalur, en töfrandi
fagur, ekkert nema loft og lögur,
eins langt og augað eygði; himin-
inn hár og heiður og hafið vítt og
blátt. Ekkert til að trufla friðinn,
nema ef vera skyldi mávarnir, er
svifu skínandi hvítir og sterkvængj-
aðir umhverfis skipið, þögulir, ó-
þreytandi og eirðarlausir. Andar
hafsins, er höfðu slegist í förina,
kom Ölver í hug, í álögum eins og
bann, hælislausir, en þó bundnir
við tíma og rúm.
Lengst í vestri, út við sjóndeild-
arhringinn, flutu fáeinir hvítir ský-
toddar. Augu hans staðnæmdust
oft þar. Og hugurinn bar hann
véstur mikið fljótar en skipið,
hvorki tími né vegálengd töfðu þá
ÍÖr. í anda sá hann bláma fyrir
'norðvestur-töngum Canada, á sama
hátt og þeir höfðu smá-fjarlægst,
unz þeir hurfu með öllu, þegar
skipið lét í haf, sem flutti herdeild-
ina, er hann tilheyrði, til Englands
fyrir meira en 16 árum.
Brennandi af áhuga -— fullir af
útþrá og æfintýralöngun æsku-
mannsins, lögðu þeir þá af stað
heiman að, með þá skynvillu í
höfðinu, að þeir væru nokkurskon-
ar frelsishetjur nútímans, reiðubún-
ir að leggja alt í sölurnar, til að
leysa heiminn úr ánauð hervalds-
ins. —
Voru þeir ekki lánsmenn, sem
féllu áður en hugsjónir þeirra liðu
skipbrot, áður en fingraför stríðs-
ins brennimerktu sálir þeirra —
áður en þeim skildist að þeir höfðu
unnið fyrir gýg. Áður en þeir sáu
strandið og reköld blóðhafsins, —
kvalir, sorg, örvæntingu og um-
komuleysi, eyðilegging og óáran á
allan hátt—afleiðingar styrjaldar-
innar? Voru þeir ekki lánsmenn að
sjá ekki, hve launin urðu lítil og fá
fyrir líf þeirra og hugprýði?
Jú, hugprýði og fórnfýsi þeirra
voru reistir veglegir minnisvarðar
víða um heim. Snildarverk gerð af
mannahöndum, úr köldum steini og
dauðum málmi. En voru ekki minn-
isvarðar léttir á metaskálunum,
þegar dauðinn, sorgin, þjáningarn-
ar og skorturinn, voru vegin á
móti? — Og þeim föllnu til heið-
urs, — til að halda minningu þeirra
og orðstýr lifandi, — skipuðu