Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 62
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG S ÍSLENDINGA stjómarvöldin hátíðisdaga. Her- foringjar, hefðarfrúr og aðrir stólp- ar mannfélagsins, ganga skrúð- klædd í broddi fylkingar með hljóm- sveitum, blómsveiga og bænahöld. Átakanleg og hugðnæm viðhöfn — fagurt umhugsunarefni fyrir æsku- lýðinn og nauðsynlegt til þess að halda lifandi í hugum þeirra hetju- anda og ættjarðarást — fyrir næsta stríð! En sagan endurtekur sig. Eftir öll þessi ár er hugur fjöldans að smá- breytast. Stríðið er að fjarlægjast. Jafnvel að fyrnast yfir ástvinamissi. Hermennirnir, er komu til baka bil- aðir og særðir, eru margir hverjir horfnir af sviðinu, fyrir löngu búið að slétta yfir leiðin þeirra. Og eldra fólkið — margt af því — er mist hafði frændur og vini, farið sömu leiðina. En þeir sem lifa, verða að sætta sig við orðinn hlut og bera harm sinn í hljóði.. — Og nú töluðu allir um frið; það var sæmilegt og viðeigandi í kirkj- um og þingsölum, — nokkurskonar mælskusamkepni um víða veröld, nokkurskonar græðiplástur á hel- særða þjóðlíkami. — Því enn gefa þjóðirnar hver annari hornauga og brýna busana í laumi, ef ske kynni að á þeim þyrfti að halda. Og græðgin hvískrar í kauphöllunum, að nú sé þörf á nýju stríði til að bjarga þjóðunum frá gjaldþroti og reka á dyr viðskiftakreppuna. — Já, þeir voru lánsmenn, er eigi lifðu það, að koma til baka von- sviknir og lífsleiðir örkumlamenn, — örkumlamenn á sál og h'kama, eins og hann. Læknarnir höfðu gert á honum kraftaverk. Hann var lifandi vott- ur um snild þeirra og handbragð, — allur saumaður, skorinn og skeyttur saman; lá nærri að kalla mætti, að þeir hefðu reist hann upp frá dauðum. En Ölver flaug í hug að það sama sannaðist á honum og þjóðsagan segir um La- zarus. Hann hafði horfst í augu við dauðann og var aldrei samur maður eftir. Rekald af honum hafði einhvern veginn bjargast úr voða sprengingu í skotgröfunum og lífinu var tjónk- að í hann. Þegar hann raknaði við á hermannaspítala, eftir margra vikna rugl og rænuleysi, var hann minnislaus, nafnlaus, týnd- ur hermaður! Hvorki hann né aðrir höfðu hugmynd um, hver hann var eða hvaðan hann kom. Þannig byrjaði hann lífið á ný. Það tók hann langan tíma, vikur, mán- uði og ár, að verða líkamlega slark- fær. Með andlegu heilbrigðina gekk það enn ver; hann var mjög von- lítill um að hann næði aftur tauga- styrk og jafnvægi. Sama var með minnið. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir læknanna, skýrðist það ekkert í huga hans. Yfir þessu gruflaði hann nótt og dag, og reyndi að leita að einhverju er vekti hann til meðvitundar um hið liðna. Hann flæktist víða og kyntist mörgu. Stundum fanst honum, að eitthvað væri óljóst að þvælast í huga sér, — að hann væri í þann veginn að muna orð eða setningar. En svo hvarf það honum eins og löngu dreymdur draumur; og hann stóð eftir ráðþrota, þunglyndur og þreyttur, — svo þreyttur, að hann hefði tekið því fegins hendi, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.