Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 64
40 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA hann úti í grænu grasinu, hlustaði á fuglakliðinn, vatnaniðinn og laufaþytinn. Allir þessir hljómar runnu saman í þægilega heild, er hjálpuðu honum áleiðis inn á lönd æfintýra og sagna. Hann lifði með hetjunum, sem hann las um, barð- ist með þeim og hataði. Að ganga af hólmi sigri hrósandi eða falla við frægan orðstír, var jafn-hríf- andi. — Og marga haustnóttina lá hann hálfvakandi í rúmi sínu, er norðanstormurinn geysaði hams- laus, vatnið rauk með ölduhljóði og ægigangi, skógurinn stundi og kveinaði og drungalega þaut á þekjunni, — og lét sig dreyma, að allar þessar haustraddir væru her- dunur og vopnagnýr. — Þetta hug- myndalíf hans miðaði að því, að hann varð dulur, einrænn og dreyminn. — Foreldrar hans ólu hann líka upp þannig, að hann átti fátt sameiginlegt við fjöldann af unglingunum þar í sveitinni. Þau lögðu slíkt ofurkapp á að kenna honum íslenzk fræði, móta svo sál- arlíf hans, að hann yrði íslenzkur, hvar sem leiðir hans lægju, og sómi hans og skylda væri að halda uppi vörn fyrir þjóðerni og tungu, en snemma rak Ölver sig á, að það var vanþakklátt verk. í barnaskól- anum, þar sem byrjað er að fara með plóginn yfir útlendingana, háði hann margan blóðugan bardagann fyrir land og þjóðerni, og báru buxumar hans oft beztan vott um það, hvað hann lagði á sig fyrir ís- lendingsnafnið. — Þegar hann var orðinn eldri og hættur að berjast, varð hann löngum að grípa þau skeytin á lofti, er beint var að ís- lendingnum r— Vestur-íslendingn- um. — Uppeldið hafði tekist vel, þó hann hefði aldrei ísland augum litið, aðeins séð það í hillingum söngs og sagna, var hann því trúr í anda og óendanlega stoltur af því og ætterni sínu. — Og með það fyrir augum, að það sæmdi ís- lendingum illa að vera síðastir, var hann fljótur til svars, þegar í byrjun stríðsins, að Canada blés í herlúður og kallaði syni sína til vígvallarins. Þar gafst tækifæri til að sýna, af hvaða bergi hann var brotinn. — Og þar gafst honum tækifærið. En hve ólíkt því, sem hann hafði hugsaö sér og dreymt um. — í skotgröfunum liætti hann að dreyma. Þar varð sál lians gömul — og draumar tilheyra aðeins þeim ungu. En þar opnuðust augu hans fyrir svo mörgu. Þar á meðal því, að fornöldinni tilheyrðu ekki allar hetjur. Hann sá alt í kringum sig hugprýði, drengskap, sjálfsfórn. — Hvað margar kynslóðir hafði það tekið, að spinna svo sterkar og bláþráðalausar sálir í fjölda þess- ara manna, að þeir viku ekki um hársbreidd frá því, er þeir skoðuðu skyldu sína, þótt öllu mannlegu eðli og tilfinningum væri ofboðið. — Áreiðanlega réði andinn þar yf- ir efninu, — þó svo hörmulega færi, að þeir fórnuðu öllu á stalli eyðileggingarinnar. Enn sátu sömu nornimar og spunnu örlagaþráðinn, sem mann- kyninu lærist svo lítið að greiða úr á hverjum þúsund árunum. -— * * * Þarna lengst í norðvestri reis við hafsbrún þústa, líkust lágu, þéttu skýi. — Ölver var staddur í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.