Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 67
SÖNGVABROT
49
Sjá, álfröðull flýgur og finnur ei ró,
en fylgir oss broshýr um lönd og um sjó,
og öldurnar brotna við eyjar og sand,
og altaf er stormur á ferð yfir land.
Sem vorský, er líða um loftvegu blá —
svo leitar í fjarlægð mín vænglétta þrá.
Sjálf jörðin á eilífa umferð um geim!
Hví ætti eg að stríða gegn heimslögum þeim?
í firðinni heyri eg fuglanna söng,
er flugu að norðan um haustkvöldin löng;
svo þar verður söngurinn samur og hér,
á sumrin og vorin að eyrum sem ber.
Og blómin hin sömu, er batt eg í krans,
er brá eg mér stundum í miðsumardans.
Já, ástin mig heillar jafnt, hvert sem eg fer,
og lieimili alstaðar býður hún mér.
Lát fljóta á skálum inn freyðandi mjöð;
og full okkar skilnaðar drekkið nú glöð;
því eg er á förum, — ó, föðurleifð kær,
og framar ei langvistum dvel eg þér nær.
IV. MYRKUR.
(Lag eftir Mozart)
Þéttast skuggar fast um fætur,
fækka vina andlit þekt.
Styttist leið til lengstu nætur; —
líf er tómt og dapurlegt.
Hvergi lýsir, hvergi rofar, —
Helja alein býður fró.
Sælubústað lýgin lofar,
lokar öllum sundum þó.
V. SVARTAR RÓSIR.
(Lag eftir Sibelius)
Seg mér, hví ertu svo dapur í dag,
þú sem daglega ert glaður og hýr? —
Eg er ei venju fremur dapur í dag, —
þó margt dulið í hjarta mér býr;
því harmur á hrafnsvartar rósir!