Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 74
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lesið öll kynstur að staðaldri, og
sótt vizku sína í allar mögulegar
bækur, og haldið við móðurmálinu
með stöðugum lestri íslenzkra bók-
menta. En þannig var þessu ekki
farið. Hann flutti með sér eitt bóka-
kofort frá íslandi, en glataði því í
flutningi skömmu eftir að hann
kom til Ameríku. Þetta var eins og
fyrirboði: Honum gafst lítill tími
til lesturs. Hann orti hægt og ljóð
hans eru tilþrifamikil, en oft
strembin aflestrar. Á einum stað
segir hann, að dagsönnin hafi
styggt upp öll léttfleygu ljóðin sín,
svo að þau hafi liðið sönglaust
frá sér. Lævirkjarnir og næturgal-
arnir stygðust burt, en ernir og
svanir urðu eftir. Hann las næst-
um einvörðungu úrvals skáldrit og
ensk tímarit til að fylgjast með
málum. Margar af þeim íslenzku
bókum, sem hann hafði lesið í upp-
vexti, sá hann aldrei framar. En
kjarnann úr þeim geymdi hann þó
í sínu trausta minni. Yfirleitt
treysti hann mest á sína næmu
athugunargáfu og sjálfstæða skiln-
ing. Á íslandi er gerður greinar-
munur á brjóstviti og bókviti. Stef-
án hafði ágætt brjóstvit, sjálfstæða
hugsun, ríka skapfestu og tilfinn-
ingu. Líf hans og starf er einn
hinn glæsilegasti sigur, sem til er
um sjálfsmentun.
Það er ekki svo auðvelt að lýsa
ljóðum, þegar ekki er hægt að vitna
í þau. En eg vil nefna aðeins nokk-
ur megin viðfangsefnin í kvæð-
um Stefáns. Ástin til íslands er
grunntónninn í þeim. Enda þótt
Stefán, eins og margir útflytjend-
ur, breytti örlítið hinni íslenzku
nafnvenju og kallaði sig Stephan
G. Stephansson, í staðinn fyrir
Stefán Guðmundsson, þá þarf eng-
inn að ímynda sér fyrir það, að
hann hafi orðið mjög amerískur.
Það var öðru nær. Því að einmitt í
nýbygðunum vestan hafs, náði
heimalandið fyrst öllu sínu valdi yfir
honum. Hann hefir ort Ijóð um
ísland, náttúrufar þess, fornaldar-
minningar og nútíðarlíf, sem eru
óviðjafnanlega fögur. Hann hefir
blandað sér inn í íslenzk deilumál
með snörpum ádeilukvæðum. Hann
liefir brotið heilann um hlutverk
sinnar litlu þjóðar í heiminum, og
með sinni innsæju snildargáfu bent
á, að það væri í því fólgið, að sýna
hvernig hægt væri að þjóna menn-
ingunni, þrátt fyrir fátækleg ytri
kjör. Hann sér sjálfan sig sem einn
lið þessarar baráttu, og heyir samt
dóm yfir vanmætti sínum:
“Það er satt, að mentun mín er
í molum og hrifsuð upp á meðan
lúinn makrátt svaf og meðan kát-
ur lék sér. Ef liún er borin saman
við hámarkið, er hún næstum eng-
in. En það er víða vondur brestur
í keri. Vér virðum vora hámentuðu
lærdómsmenn, sem eru þó kanske
ekkert annað en andleg ígul-ker
ótal skólabóka. En það þarf ann-
að og fleira til mentunar en að
troða út höfuðið. Það þarf hvass-
an skilning, liaga hönd, hjartað
sanna og góða.”
Sínum eigin lífskjörum hefir
hann lýst í þessari einföldu vísu:
Löngum var eg læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.