Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 74

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 74
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA lesið öll kynstur að staðaldri, og sótt vizku sína í allar mögulegar bækur, og haldið við móðurmálinu með stöðugum lestri íslenzkra bók- menta. En þannig var þessu ekki farið. Hann flutti með sér eitt bóka- kofort frá íslandi, en glataði því í flutningi skömmu eftir að hann kom til Ameríku. Þetta var eins og fyrirboði: Honum gafst lítill tími til lesturs. Hann orti hægt og ljóð hans eru tilþrifamikil, en oft strembin aflestrar. Á einum stað segir hann, að dagsönnin hafi styggt upp öll léttfleygu ljóðin sín, svo að þau hafi liðið sönglaust frá sér. Lævirkjarnir og næturgal- arnir stygðust burt, en ernir og svanir urðu eftir. Hann las næst- um einvörðungu úrvals skáldrit og ensk tímarit til að fylgjast með málum. Margar af þeim íslenzku bókum, sem hann hafði lesið í upp- vexti, sá hann aldrei framar. En kjarnann úr þeim geymdi hann þó í sínu trausta minni. Yfirleitt treysti hann mest á sína næmu athugunargáfu og sjálfstæða skiln- ing. Á íslandi er gerður greinar- munur á brjóstviti og bókviti. Stef- án hafði ágætt brjóstvit, sjálfstæða hugsun, ríka skapfestu og tilfinn- ingu. Líf hans og starf er einn hinn glæsilegasti sigur, sem til er um sjálfsmentun. Það er ekki svo auðvelt að lýsa ljóðum, þegar ekki er hægt að vitna í þau. En eg vil nefna aðeins nokk- ur megin viðfangsefnin í kvæð- um Stefáns. Ástin til íslands er grunntónninn í þeim. Enda þótt Stefán, eins og margir útflytjend- ur, breytti örlítið hinni íslenzku nafnvenju og kallaði sig Stephan G. Stephansson, í staðinn fyrir Stefán Guðmundsson, þá þarf eng- inn að ímynda sér fyrir það, að hann hafi orðið mjög amerískur. Það var öðru nær. Því að einmitt í nýbygðunum vestan hafs, náði heimalandið fyrst öllu sínu valdi yfir honum. Hann hefir ort Ijóð um ísland, náttúrufar þess, fornaldar- minningar og nútíðarlíf, sem eru óviðjafnanlega fögur. Hann hefir blandað sér inn í íslenzk deilumál með snörpum ádeilukvæðum. Hann liefir brotið heilann um hlutverk sinnar litlu þjóðar í heiminum, og með sinni innsæju snildargáfu bent á, að það væri í því fólgið, að sýna hvernig hægt væri að þjóna menn- ingunni, þrátt fyrir fátækleg ytri kjör. Hann sér sjálfan sig sem einn lið þessarar baráttu, og heyir samt dóm yfir vanmætti sínum: “Það er satt, að mentun mín er í molum og hrifsuð upp á meðan lúinn makrátt svaf og meðan kát- ur lék sér. Ef liún er borin saman við hámarkið, er hún næstum eng- in. En það er víða vondur brestur í keri. Vér virðum vora hámentuðu lærdómsmenn, sem eru þó kanske ekkert annað en andleg ígul-ker ótal skólabóka. En það þarf ann- að og fleira til mentunar en að troða út höfuðið. Það þarf hvass- an skilning, liaga hönd, hjartað sanna og góða.” Sínum eigin lífskjörum hefir hann lýst í þessari einföldu vísu: Löngum var eg læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.