Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 75
ALÞÝÐU S KÁLDIÐ
57
En þó að Stefán yrði þannig,
bæði í lífi sínu og skáldskap, að
treysta mjög á sjálfan sig, þá fór
þó fjarri því að hann væri sjálf-
um sér nógur. Ekkert mannlegt var
honum óviðkomandi. Hann hefir
ort fjölda kvæða um ýmsa menn
úr sögnum og sögu samtíðarinnar,
með hinum næmasta skilningi. —
Mjög er hann frjálslyndur og rót-
tækur í trúarskoðunum sínum og
stjórnmálum, höfðingjasinni og
jafnaðarmaður í einu. Sem brezkur
þegn, finnur hann til ábyrgðarinn-
ar af stjórnmálum Bretaveldis, og
kvæði hans um Búastríðið og
heimsstríðið síðasta eru með til-
finningaríkustu og voldugustu ljóð-
um hans.
Stefán gaf út sitt fyrsta ljóðasafn
— með aðeins tíu kvæðum — árið
1894, 41 árs gamall, og síðan birt-
ust smám saman fjöldi kvæða eft-
ir hann í blöðum og tímaritum,
bæði á íslandi og í Ameríku. Hann
skrifaði aldrei orð á ensku, en á
ættlandi lians var smám saman
farið að líta á hann sem andlegt
stórmenni. Þessi viðui’kenning hafði
þó engin áhrif á lífskjör hans, því
að hann hélt áfram að vera fátæk-
ur bóndi, sem hvorki hafði ráð á
tíma eða fé til Íslandsferðar.
Loksins vöknuðu þó landar hans.
Árið 1917 buðu þeir honum heim.
Hann kom heim á íslenzku gufu-
skipi meðan stóð á veraldarófriðn-
'um, og dvaldi sumarlangt á ís-
landi. í Reykjavík var honum hald-
in mikil veizla, þar sem hann var
hyltur af sumum af sínum gömlu
kunningjum, er riðið höfðu fram
hjá honum í skarðinu fyrir hálfri
bld síðan. Hann var kosinn heið-
ursfélagi Bókmentafélagsins og Ai-
þingi gaf honum heiðursgjöf. En
áhrifamest fyrir hann var ferðin um
sveitirnar. Bændurnir fylgdu hon-
um í sigurför, hringinn í kringum
landið. Þeir fylgdu honum á sín-
um beztu hestum í stórhópum,
sýndu honum fegurstu staðina og
ortu ljóð honum til særndar. Þetta
var sigurinnreið Stefáns á íslandi,
og mun aidrei nokkur konungur
fara vegsamlegri för eða aðra slíka.
Stefán átti marga trúfasta vini
meðal landa sinna í Ameríku, en
þó miklu fleiri andstæðinga, sem
ekki gátu fyrrgefið honum frjáls-
lyndi hans og fríhyggju. Þó var
andblásturinn mjög að þverra, þeg-
ar hér er komið sögunni. Stefán
var ekki aðeins orðinn frægur mað-
ur, heldur einnig hniginn að aldri,
og virtist nú sem tími væri kom-
inn til þess að hann væri viður-
kendur af öllum.
En sjálfur var hann ekki þess
sinnis að halla sér til hvíldar á
lárviðarsveig sinn. Heimsstríðið,
hin óbætanlega svívirða mann-
kynsins, brendi sig inn í lund hans.
Hann braut ekki heilann um hver
ætti sökina á stríðinu. Allir voru
jafnsekir, jafnvel hans eigin land-
ar í Canada, sem farið höfðu í
stríðið sem sjálfboðaliðar og komu
til baka með blóði drifnar hend-
ur og minni menn en áður. Hann
fékk ekki orða bundist. Strax eftir
að vopnahléð var samið, gaf hann
út ljóðasafnið “Vígslóða’’.
Þá brauzt út óveðrið á ný og
dundi um höfuðsvörð hins aldraða
skálds. Meira en 2000 íslendingar
höfðu tekið þátt í stríðinu og allir
höfðu átt þar ættingja. Marg-