Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 77
Með viðurkenning til dr. Siguröar Nordal.
Eftir sf*ra Jónns A. SÍRurtJsson
I.
Sá eg fyr — í sagna skruddu,
sögurnar um Tyrkja-Guddu,
mest var getið mæðu og hnjóðs.—
Hertekin og seld af Serkjum,
saurguð, brend af nautnum sterkum
— Enginn hennar gat til góðs.
Trúvilt þótti og ill í orði,
enginn henni stóð á sporði, —
íslenzk þjóð þess illa galt.
Hún fór eldi ástríðanna
yfir sálir beztu manna,
soramarkið setti á alt.
II.
Útlend kona, ambátt, móðir,
átti mök við heiðnar þjóðir, —
bersyndug af dólgum dæmd.
— Eftir munað mein oft þjaka.
Margir arf með Guddu taka, —
sneyddir Farisea sæmd.
Tungumjúk og tannhvöss var hún,
töframögn því einhver bar hún,
líkt og suðræn, sólbrend vín. —
Sturiuð ást, í fanga fjötrum,
fallin kona, í skorti og tötrum,
naumast getur notið sín.
Oft varð geðstirð Gudda að meini,
góðskáldið hjá Hallgríms steini
orti upp kvæði, eldi svift. —
Ljóð þau urðu að lífsins auði,
létu bæði synd og dauði
undan Hallgríms andagift.
III.
Bregða hinu betra fáir. —
Breyska Guddu enginn dáir
frónskra trygða fyrirmynd. —
Sólu vermd, frá Serkjalöndum
sótti’ hún heim að feðraströndum:
Eyjar, jökla, ástir — synd.
Meðan ytra í ánauð var hún,
ótal þunga harma bar hún, —
bóndinn heima að syndum sat.
Líkn hann þá af klerkum, kirkjum—
konan þjáð af ránslýð — Tyrkjum.
Um það sagan sjaldan gat.
Enn er Gudda í ánauð þreyði,
eiginmaður hennar deyði,
sekur guð og Guddu við.
— Stundum heimsins stórudómar
standast ekki sagnir frómar.
— Heimslífið á sinn hundasið.
IV.
Lærðum, glæstum gáfumanni
gekk á hendur veikur svanni,
seidd af eldi anda hans. —
Furðar þá, er síðan syngja
sálma Davíðs íslendinga,
hennar ást til höfðingjans?
V.
Stormur þroskar styrkar eikur, —
stórmennið að hættum leikur,
andann mentar eilíft stríð.
— Barátta við böl og syndir,
birtir skáldi helgar myndir,
sál hans vaknar, — vekur lýð.