Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þjóðar goð varð þegninn dýri. —
Þjóðsögur og æfintýri
heiðra sjaldan hetju víf.
— Slekkur Ijós, en eldinn æsir
ærsla stormur. Ljóða ræsir
þroskaðist við þrauta líf.
VI.
Öndvegið í óðar heimi
ávalt hygg eg skáld að geymi.
— Neikvæð öld sízt neitar því.
Helga gáfu, himni studda,
holdsveikin og Tyrkja-Gudda
hæsta veldi hófu í.
— Ferðastökur 1930. —
Eftir séra .Jónns A. SigurÍNSOii ........
TilcinkatS brótiurdóttur minni, frú I»urftSi Sœmundsen, A Blöuduósi.
(Vit5 lestur erindanna þarf at5 hafa í huga sögur íslendinga, einkum Sturlungu.—Höf.)
Kveldsól gylti geislaflóði
guðdómlegan Skagafjörð.
Hérað, fjöll og fjörður glóði,
fylti hjörtun þakkargjörð.
Hvorki þraut né þoka skygði
þetta fagra sumarkveld.
Höfða-Þórður hérna bygði,
hingað sótti Grettir eld.
Drangey rís úr djúpum legi,
drafnarvígi fríðri bygð.
Útlagann þótt Öngull vegi,
aldrei fyrnist sifjatrygð.
Mörg þótt styrjöld móti blési,
margt þótt ægði þjóðar frið:
Héraðsþing í Hegranesi
hélt fyr lög og svarin grið.
Senn er riöið “heim að Hólum”,
hliðskjálf fróðra norðan lands.
Er sem fagni æskan jólum
eftirvænting ferðamanns.
Margar treystu stoðir stólinn,
stór var afli, risna, föng.
Hér reis kirkjan, hér stóð skólinn,—
— Hallgrímur og Líkaböng.
Hér menn þýddu, og hjörtun sungu.
himnesk fræði um Jesúm Krist.
Hér var líka, á helgri tungu,
heilög ritning prentuð fyrst.
Harla nærri helgum óði
höggorusta forðum stóð.------
Þarna bað hann Gvendur góði
guð sinn fyrir landi og þjóð.