Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 79
FYRIR NORÐAN
61
Biskup þarna bundinn, dreginn,
brustu hurðir, gættir, þil.
Margur drengur vaskur veginn,
varð oft fátt um andleg skil.
Margt hér dvaldi mætra fyrða,
margt var oft að heyra og sjá.
Hefðirðu málið, Hólabyrða,
herma kynnirðu’ mörgu frá.
Höfðingjar um hérað fara,
hófadyninn greina má, —
Eg sé Guðbrand, Jóna, Ara,
jarl, og Kolbein unga, rjá.
Hér sér Valhöll víkinganna,
vopnská öld hér festi bú, —
Örlygsstaði oddvitanna,
— íslendinga Waterloo.
Fleygt er margt í fornum óði,
forneskjunnar dulræn spá:
“Róum, róum, rignir blóði”,
— rýkur Flugumýri á.
Flest er látið fyrir róða,
fyrnast spor í tímans sand.
En Jóni helga og Gvendi góða
gleymir aldrei Norðurland.
Um öndvegin þótt öldin þræti,
erlent prjál í glæstum sal, —
gimast mundi eg Gvendar sæti,
■— goðorðið í Hjaltadal.
Skiist mér nú að skáldment kveikir
Skagafjarðar sagan enn:
Guð lét andans Glóðafeykir
geta skáld og listamenn.
* * *
Beygður elli og bjargarleysi
Bólu-Hjálmar þarna dó.--------
Fyrst, í öðru heiðarhreysi,
höfuðskáld’ vort andann dró.
Inn í lýðsins óð og sögur
ofist hefir landsins tign.
Harmaljóð og hversdags bögur
hjartans augu gerðu skygn.
Andans mögn þótt öld vor rýri,
enn er bjart um sagna-óð.
En varla sést á Víðimýri
virki það, sem Snorri hlóð.
Vatns- á -skarði skildist mengi
Skagafjarðar dýrðin öll:
Tíbrá hilti upp ár og engi,
öll á tánum stóðu fjöll.
j
Hvergi sáust ský né skuggar,
skaröið vafði árdags bál;
Allir stóðu uppheims gluggar
opnir fyrir mannsins sál.
Brostu myndir fjalla og fanna,
að fótum dala-skrautið lá.
Inn í bláma eilífðanna
óraleiðir hjartað sá.
* * *
Hér beið kirkja í hamraskjóli,
húsabær og elfin fríð.
Hvergi mun á bygðu bóli
bjartara yfir neinni hlíð.
*) Stephan G. Stephansson var fæddur
á Kirkjuhóli í Seyluhreppi. Nú eyðijörti.