Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 81
Kafli úr sögunni “Karl litli’’.
Eftir J. Mhkiiús Bjarnason.
Hörpu sló Hulda
á hamrinum dulda;
hún vissi’ ekki’ um vetur,
né vosbúí ogr kulda.
Karl litli lét ekki lengi bíða, að
fara út úr vagninum. Og um leið
og hann var að stíga á marmara-
gangstéttina fögru, gætti hann að
Því, að mamma hans og pabbi
stóðu þar skamt frá. Og hjá þeim
stóðu þau afi hans og amma (for-
eldrar pabba hans). Fóstra hans
var þar líka, og eins hún ljósmóðir
hans. Þau voru öll klædd í fegursta
skrúða — pell og purpura og glit-
klæði — öll, nema ljósmóðirin; hún
var með drifhvíta húfu á höfðinu,
og hafði stóra, hvíta svuntu.
“Hann er kominn!” sagði ljós-
móðirin og andlit hennar var hvítt
eins og mjöll í júnímánuði. “Hann
er kominn!” sagði hún, því hún
varð fyrst til að koma auga á Karl
litla, þegar hann steig út úr vagn-
inum. Og hún hljóp á móti honum,
tók hann í fang sér og kysti hann.
“Hæ! hann er kominn," sagði hún
°g hljóp með hann í fanginu þang-
að sem mamma hans var. “Hann
er kominn! — Og hann hefir spé-
^oppa í báðum kinnunum og skarð
í hökuna. En hvað hann er þung-
Ur! Hann er lang-þyngsti dreng-
urinn á hans aldri, sem eg hefi séð.
Hvað skyldi hann vigta? — Bara
httu á! Með stórt skarð í hökuna
°g djúpa spékoppa í báðum kinn-
um.”
“Skyldi hún ímynda sér, að eg
sá hvítvoðungur?” hugsaði Karl
litli. Hann dauð-langaði til þess að
segja eitthvað, en gat einhvern
veginn ekkert sagt. Það var eins
og hann væri máttlaus í tungunni.
“Æ, elsku hjartans barnið mitt!”
sagði móðir hans um leið og hún
tók hann í faðm sér og kysti hann
ótal heita kossa. “Elsku hjartans
yndið mitt bezta! Þú ert elskulegur
og sætur! Eg er svo glöð að þú
komst til mín, að hjarta mitt ætl-
ar að springa af fögnuði. Enginn
drengur í öllum heiminum er eins
fríður og Ijúfur og elskulegur og
þú! Augasteinninn minn! Hjartað
mitt! Engillinn minn! Hvað væri
lífið án þín? Já, elsku sonur minn,
hvað væri lífið án þín?”
Karl langaði fjarskalega mikið til
þess að segja mömmu sinni, að
hann væri ekki síður glaður að sjá
hana, en hún hann. En hann gat
með engu lifandi móti komið upp
einu einasta orði. Það var ein9 og
tungan væri bundin í munni hans.
Hvernig í ósköpunum vék þessu
við? Og enginn virtist taka eftir
því, að hann sagði ekki neitt —
enginn virtist taka til þess, þó
hann segði ekki svo mikið sem:
“Komið þið sæl.”
“Þá ertu nú kominn!’’ sagði
pabbi Karls litla, tók hann úr
faðmi móður sinnar og hampaði
honum eins og ungbarni. “Og þú