Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 84

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 84
66 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA um heyrðist þær taka undir með fóstrunni og kveða — ekki kvaka, heldur kveða: “Fagurt syngur svanurinn um sóleyjarlilíö.” og “þei-þei og ró-ró!’’ Og lengi lézt Karl litli sofa, en samt vakti hann. En alt í einu tók fóstran hann í fang sér og bar hann inn í stóran og skrautlegan sal. Þar var pabbi hans og mamma hans fyrir. Afi hans og amma voru þar líka, og eins ljósmóðir hans og ungur prest- ur í messuskrúða. “Þetta verður sannur íslending- ur,” sagði afinn og benti á Karl Litla, þar sem hann sat í kjöltu fóstrunnar. Sannur íslendingur og mesta heljarmenni. Hann hefði því átt að heita Grettir.’’ “Það er einmitt rétta nafnið,” sagði pabbi Karls litla; “því hann er verulega grettur í framan.” “Nei, eg held síður!” sagði amm- an og var fastmælt nokkuð; “eg fyrirbýö að hann sé látin heita neinu útilegumanna nafni.” “Þá skal hann heita Ormur,” sagði afi og tók tóbaksdósirnar upp úr vasa sínum. “Hann skal heita í höfuðið á Ormi karlinum Stórólfssyni, sterkasta manninum, sem verið hefir í heiminum. Eða hvernig lízt ykkur á það?" “Æ, það þykir mér ekki fallegt nafn,” sagði fóstran; “því nafnið Ormur hinnir ávalt á slöngur og krókódíla." “Mér þykir Ormur gott nafn,” sagði pabbi Karls litla. “Það er fyrst og fremst hetjunafn, og svo mun annara þjóða mönnum ganga vel að nefna það, þegar tveir öft- ustu stafirnir eru teknir í burtu.” “Eg segi það aftur,” sagði amm- an, “að eg fyrirbýð að láta dreng- inn heita útilegumanna- og ber- serkja-nöfnum. Drengurinn skal heita Karl, í höfuðið á séra Karli prófasti langafabróður mínum.” “Nei, ekki vil eg að hann heiti í höfuðið á séra Karli prófasti,” sagði afi og opnaði tóbaksdósirnar, “heldur vil eg að hann heiti Ljót- ur.” Amman fórnaði höndum. “Ertu að erta mig, eða hvað?" sagði hún og brýndi raustina. “Heldurðu kanske að eg líði það, að sonar-sonur minn heiti svo ljótu nafni? Nei, eg fyrirbýð slíka óhæfu!” “Eg er á hennar máli þar,” sagði fóstran. “Nú, jæja!” sagði afinn og tók dálítið af neftóbaki úr dósunum og hélt því á milli þumalfingurs og vísifingurs hægri liandar. Nú, jæja! Eg vona, að þú hafir ekkert á móti því að drengurinn sé látinn heita Jón.” “Eg er stranglega á móti því,” sagði amman. “Það er þó eitt fallegasta, styzta og happasælasta nafnið, sem ís- lendingar eiga,” sagði afinn. “Og margir af mestu mönnum þjóðar- innar hafa heitið Jónar; eins og til dæmis Jón biskup Arason, Jón biskup Vídalín og Jón Sigurðsson. — Þeir voru þó sannarleg stór- menni.” En mig grunar, að þeir hafi ekki verið fremri að skörungsskap og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.