Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 99
HALLGERÐUR í NJÁLU
81
að hann fékk ekki haldið orðum
sínum í stilli. Og héðan mun hafa
legið sterkasta taugin, í því hat-
ursefni til Hallgerðar, sem kemur
fram í svo áþreifanlegri mynd hj'á
þeim Njáli og Bergþóru, að það
leynir sér ekki, að hér hafi legið
á bak við eitthvert dulið tilefni, er
söguhöfundunnn hefir ekki þekt,
eða vill draga fjöður yfir. Verður
þess tilefnis að leita annarsstað-
ar en hjá Hallgerði, því þar hefði
ekki verið dregin fjöður yfir eða
það iátið liggja undir þögn.
Upptökin að deilum þessara skap-
stóru kvenna, eru hjá Bergþóru, í
þeirri ruddalegu framkomu hennar
í haustboðinu, að reka Hallgerði
úr sæti fyrir annari konu, er sízt
mun hafa verið ættgöfugri né tigu-
legri. Að það hafi verið Þórhalla
kona Helga Njálssonar, nær engri
átt, að geti verið rétt. Þau hafa
þá verið á barnsaldri, 5 til 10 ára,
á þessu tímabili, því þau eiga börn
í uppvexti, þegar brennan varð,
fullum 40 árum síðar. Það er ekki
ólíklegt, að hér hafi verið Helgi
son Ketils í Mörk, er kemur í boð-
ið, og það hafi verið móðir hans,
Þuríður systir Njáls, er kemur þar
með honum. En sögumaður hefir
vilzt á þeim frændum, og það hafi
einmitt verið Þuríður systir Njáls,
er Hallgerður er látin víkja fyrir.
Hér er Hallgerði full vorkunn,
þótt hún færi þess á leit við Gunn-
ar, að hann hefndi þeirrar smán-
ar, er hún verður fyrir þar hjá
þessu fólki, er hann hafði valið
sér til vina, og gerir honum þá
sömu vanvirðuna sem henni með
þessu tiltæki. Enda hefndu menn
fyrir minni sakir í þá daga.
En Gunnar finnur hér ekki til
sinnar eigin sjálfsvirðingar og sið-
ferðislegu skyldu gagnvart konu
sinni, sem honum bar að taka til
greina og vernda sæmd hennar og
þeirra beggja sameiginlega, jafn-
vel hvað sem það kostaði. En í
stað þess að ávinna sér ást henn-
ar og hylli, særir hann tilfinning-
ar liennar með því að átelja hana
fyrir það að senna í híbýlum vina
sinna, — þar sem Bergþóra er áð-
ur búin að beita sér gagnvart henni
með ofbeldi og brigzlyrðum um
banaráð við bónda hennar (Þorvald
þ. e. Glúm). En þetta gerir Gunn-
ar hvorki góðan mann eða göfug-
an, þótt surnir kalli það prúð-
mensku.
Það væri ekki óhugsandi, að
fleiri öngum hafi skotið hér upp
af líkingu þess, sem hér er getið,
þegar Hallgerður kemur þangað
austur — kvenna fríðust, stórlát
og tiguleg, svo borið hafí af öðr-
um. Mætti ætla, að það hafi engu
síður átt sér stað með Hallgerði,
en það sem sagan getur um Gunn-
ar, að hann hafi átt sér öfundar-
menn. Hafi þá ef til vill einhverri
metnaðarríkri húsfreyjunni orðið
öfundsamt til Hallgerðar, og kom-
ist í samstilli við Bergþóru, reynt
að hnekkja áliti hennar, og fá á-
tyllu henni til áfellis.
En Hallgerður stendur hér ekki
vel að vígi, að mæta öfundsömum
árásum undir tortryggnis augum
ókunnugra, þar sem hún er komin
langt frá sínum æskustöðvum, ætt-
ingjum, vinum og venzlafólki. Því
hér mátti allri óhæfu um hana
trúa, í ókunnu héraði, og gera
sennilega.