Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 100
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“í þann tíma kom hallæri mik-
it,’’ segir Njála. Þetta er sama
árið, sem Gunnar fékk Hallgerðar,
sem áður er bent á. En afleiðingar
þess halda áfram til næsta vors.
Þá er það, sem Gunnar fer í Kirkju-
bæ og falar mat að Otkeli. En
hann synjar honum matarins, en
storkar honum þó um leið, með
því að nógur matur sé til, og býð-
ur honum þræl. Gunnar tekur því
vel og kaupir þrælinn, og færir
hann lieim með sér í bjargþrota
búið. Engin furða þótt Haraldur
Danakonungur byði honum ríki
mikið til forráða, eða Hákon Hlaða-
jarl vildi gjarna mægjast við hann,
sem Njála segir. Hver sæmd hafi
þetta þótt Gunnari, þarf engum
orðum að eyða, eða liver sköll hafi
verið gerð að slíkum búhnykk. En
sagan hefir nóg sagt. — En í-
skyggilegt mætti það hafa þótt,
þegar brennur, hvað Gunnar var
þá Otkeli auðveldur um vorið, að
fara að kaupa af honum þrælinn,
sem Otkell býður honum þarna,
og vildi verða af með, en hafði rétt
áður neitað honum þeirra nauð-
synja, er hann skorti ekki sjálfan.
Þetta vekur umtal. Hver gat verið
tilgangurinn með Þrælskaupið? Var
Gunnari svo mikil þörf fyrir þræl,
að hann yrði að beygjast undi'’
vilja Otkels, eftir þá háðung, sem
hann var búinn að gera honum?
Eða var þá einmitt þessi þræll lion-
um dýrmætari en aðrir þrælar?
Það lítur helzt út fyrir, að svo hafi
verið, þótt ekki hafi þessi Melkólf-
ur átt vinsældum að fagna. Hann
átti þó vini, og þá góða og trygga,
en það voru hundarnir í Kirkjubæ.
Þessir vinir hans myndu koma
fagnandi á móti honum, hvort held-
ur væri á nótt eða degi, sem hann
bæri þar að. Við öllum öðrum hefðu
þessir vinir Melkólfs látið liið
versta, hlaupið upp með gjammi og
góli og öðrum ólátum, og ekki lint
þeim látum fyr en. alt væri komið
í uppnám. — Þess vegna var Mel-
kólfur sá eini, sem útvalinn hlaut
að verða, til þeirrar svaðilfarar, er
gerð var í Kirkjubæ, nóttina, sem
útibúrið þar brann.
Hér verður ekki fundin nema sú
eina leið út úr þessari gloppu með
þrælskaupið, að Gunnar hafi fyrir-
hugað Melkólfi ferðina í Kirkjubæ
til þess að brenna þar búrið, og
með því hefna þeirar svívirðingar,
er hann varð fyrir af Otkeli. En
með þessu móti mátti liann gefa
óvinum sínum höggstað á sér. En
yfir þetta reynir höfundur sögunn-
ar að klóra — náttúrlega fyrir
munn sinna heimildarcmanna, —
og færa smánina yfir á Hallgerði.
Um matarbirgðir í Kirkjubæ eða
annarsstaðar er ekki neitt að ræða
í bjargarskorti í nýafstöðnu hall-
æri. Hver héraðsgoði hafði fult
vald, samkvæmt lögum, að gera
þær ákvaröanir um lieimilisbirgðir
hvers búanda í sinni þingsókn, að
gera það upptækt, sem. aflögu
mátti vera á hverju lieimili, og
miðla því hinum er vantaöi. En
svo mætti vera með Otkel, að hann
hafi miðlað sveitungum sínum, því
sem hann var aflagsfær um — þó
að hann synjaði þess Gunnari, —
að öðrum kosti hefði það gert ver-
ið upptækt lijá honum sem öðrum.
Mun því lítið hafa verið í búrinu
á Kirkjubæ, þegar það brennur, í
10. viku sumars.