Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 100

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 100
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA “í þann tíma kom hallæri mik- it,’’ segir Njála. Þetta er sama árið, sem Gunnar fékk Hallgerðar, sem áður er bent á. En afleiðingar þess halda áfram til næsta vors. Þá er það, sem Gunnar fer í Kirkju- bæ og falar mat að Otkeli. En hann synjar honum matarins, en storkar honum þó um leið, með því að nógur matur sé til, og býð- ur honum þræl. Gunnar tekur því vel og kaupir þrælinn, og færir hann lieim með sér í bjargþrota búið. Engin furða þótt Haraldur Danakonungur byði honum ríki mikið til forráða, eða Hákon Hlaða- jarl vildi gjarna mægjast við hann, sem Njála segir. Hver sæmd hafi þetta þótt Gunnari, þarf engum orðum að eyða, eða liver sköll hafi verið gerð að slíkum búhnykk. En sagan hefir nóg sagt. — En í- skyggilegt mætti það hafa þótt, þegar brennur, hvað Gunnar var þá Otkeli auðveldur um vorið, að fara að kaupa af honum þrælinn, sem Otkell býður honum þarna, og vildi verða af með, en hafði rétt áður neitað honum þeirra nauð- synja, er hann skorti ekki sjálfan. Þetta vekur umtal. Hver gat verið tilgangurinn með Þrælskaupið? Var Gunnari svo mikil þörf fyrir þræl, að hann yrði að beygjast undi'’ vilja Otkels, eftir þá háðung, sem hann var búinn að gera honum? Eða var þá einmitt þessi þræll lion- um dýrmætari en aðrir þrælar? Það lítur helzt út fyrir, að svo hafi verið, þótt ekki hafi þessi Melkólf- ur átt vinsældum að fagna. Hann átti þó vini, og þá góða og trygga, en það voru hundarnir í Kirkjubæ. Þessir vinir hans myndu koma fagnandi á móti honum, hvort held- ur væri á nótt eða degi, sem hann bæri þar að. Við öllum öðrum hefðu þessir vinir Melkólfs látið liið versta, hlaupið upp með gjammi og góli og öðrum ólátum, og ekki lint þeim látum fyr en. alt væri komið í uppnám. — Þess vegna var Mel- kólfur sá eini, sem útvalinn hlaut að verða, til þeirrar svaðilfarar, er gerð var í Kirkjubæ, nóttina, sem útibúrið þar brann. Hér verður ekki fundin nema sú eina leið út úr þessari gloppu með þrælskaupið, að Gunnar hafi fyrir- hugað Melkólfi ferðina í Kirkjubæ til þess að brenna þar búrið, og með því hefna þeirar svívirðingar, er hann varð fyrir af Otkeli. En með þessu móti mátti liann gefa óvinum sínum höggstað á sér. En yfir þetta reynir höfundur sögunn- ar að klóra — náttúrlega fyrir munn sinna heimildarcmanna, — og færa smánina yfir á Hallgerði. Um matarbirgðir í Kirkjubæ eða annarsstaðar er ekki neitt að ræða í bjargarskorti í nýafstöðnu hall- æri. Hver héraðsgoði hafði fult vald, samkvæmt lögum, að gera þær ákvaröanir um lieimilisbirgðir hvers búanda í sinni þingsókn, að gera það upptækt, sem. aflögu mátti vera á hverju lieimili, og miðla því hinum er vantaöi. En svo mætti vera með Otkel, að hann hafi miðlað sveitungum sínum, því sem hann var aflagsfær um — þó að hann synjaði þess Gunnari, — að öðrum kosti hefði það gert ver- ið upptækt lijá honum sem öðrum. Mun því lítið hafa verið í búrinu á Kirkjubæ, þegar það brennur, í 10. viku sumars.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.