Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 102
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
brann þar. Því morguninn eftir
er maður sendur til þings, að segja
Otkeli tíðindin. En Skammke!!
finnur gripina, sem ætla mætti að
verið hafi á þingi með Otkeli, svo
var hann honum fylgisamur af sög.
unni að ráða, að minsta kosti er
hans þar getiö ári síðar. Þótt Otkell
hefði brugðið strax við og farið
heim, er honum kom fregnin um
brunann, tók það oflangan tíma til
þes9 að eigandinn léti gripina
liggja óhirta á veginum, án þess
að leita þeirra. En þar hafa þeir
verið auðfundnir, því Skammkell
sér glóa á þá í götunni. Það er
líkara til að Melkólfur hafi þá ver-
ið gangandi á ferð, er hann týnir
þeim, því hafi skóþvengur hans
slitnað. En í brennuferðina hefir
hann setið á skeiðfráum reiðskjóta
— á því er ekki minsti vafi. En á
hvaða ferð hann hefir verið, þegar
hann týnir gripunum, það varðar
minstu. En þá eru fráfærur nýaf-
staðnar. Því hefir hann líklega ver-
ið að eitast við ær, er sloppið hafa
úr selfjárhögum, en máske verið ó-
hagvanar og leitað uppeldishag-
anna. Því hefir Melkólfur staðið
upp í flýti, er hann hefir gert að
skónum, að hann hefir ekki viljað
missa af ánum. En hann hefir ekki
viljað snúa aftur til þess að leita
gripanna, fyr en hann hafði kom-
ið ánum frá sér. En því hefir
Skammkell orðið fyrri til að finna
þá, að hann hefir farið þar um
skömmum tíma á eftir.
Héðan er svo blásið upp púðrinu
um stuldinn, sem flökkulýðurinn
tekur við af öfundarfólki Hallgerð-
ar, og fer með úr einum stað í ann-
an. — Jafnvel hraðboði sendur ver-
ið til þings með fleiprið, að tilkynna
það bæði Gunnari og Njáli, sem
mætti hafa þótt mestu varða. —
Þegar slíkar sögur eru teknar til
meðferðar af óvönduðum slúðurlýð,
er ekki heldur hlífst við að koma
fram með aðrar upplognar sakir,
hinum fyrri til áréttingar. Sennileg-
ast væri að þau fúkyrði, sem Rúti
eru eignuð, um Hallgerði, er hún
var barn — hafi héðan átt upptök
sinnar tilveru — spunnin saman í
þeim tilgangi að styrkja sannleiks-
gildi þe^sa slúðurburðar, sem hér
var komið á framfæri.
Þeir Otkell og Skammkell leggja
nú saman ráð sín, að komast eftir
sannindum um gruninn, er þeir
fengið hafa af gripunum Melkólfs.
Segir þá sagan, að þeir færi til
Marðar Valgarðssonar að leita ráða
hans. En þá er Mörður ekki fædd-
ur, það ár sem hér um ræðir. —
Verða þeir sjálfir því að eiga þær
ráðstafanir, sem gerðar eru. Kon-
ur eru sendar út með smávarning
að gefa húsfreyjum, og vita hverju
launað verði. Þær eru í brautu hálf-
an mánuð og koma með birgðir
stórar. Hverjum mundi Otkell hafa
betur trúað fyrir að meðhöndla
gjafirnar en einmitt Skammkeli.
En hafi hann að öllu leyti farið ráð-
vandlega með ostinn, sem látinn
er standast á endum í kistuna —
þá hefir hann verið betri maður,
en ráða má af sögunni. Hér var
innan handar að sneiða ost og láta
hann kanta í kistuna, hvort sem
hann var frá Hallgerði eða annars-
staðar frá — um það hafa óráð-
vandir menn ekki farið að gera sér
ásökun eða afsökun. Svo er það
mest ólíklegt, að nokkur kona hafi