Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 109
HANNES HAFSTEIN
91
seinni hluta 19. aldar, sem botn-
aði tilbúnar sögur þannig, að sögu-
hetjumar réðu sér bana. Reyndar
voru þetta alls engar hetjur, en
vér höfum eigi annað heiti á þeim,
sem sé munntamt. Þessi skáld-
sagnagerð eða stefna kom út í land
vort með Verðandi — Kærleiks-
heimili Gests Pálssonar. — Áhrif
þessa skáldskapar urðu geysi mikil
suður í löndum Evrópu. Eg gríp
eitt dæmi af ótal. Svo bar við í
stórveldi, að skáldsaga eftir fræg-
an höfund var að koma út í blaði.
Einn lesandinn hitti höfundinn í
leikhúsi og tók hann tali. Lesand-
inn sagðist eiga frændkonu, sem
stæði á öndinni yfir úrslitum sög-
unnar. Ef söguhetjan réði sér bana,
myndi frænka sín stytta sér ald-
ur. Nú spurði hann höfundinn
hvernig sagan ætti að lykta. Hann
lét í veðri vaka, að sjálfsmorð væri
í vændum. En hann kvaðst geta
breytt niðurlaginu. Og skáldið
gerði bragarbót — fékk samvizku-
bit yfir því, sem hann varð áskynja.
Söguhetjan fékk að lifa, og frænka
lesandans spurula fylgdi dæmi
hennar. En svo fór í löndunum, að
sjálfsmorðum fjölgaði mjög, meðan
þessar bókmentir brýndu kutana,
og eltu í brák sinni hengingarólarn-
ar, eða byrluðu veikum sálum eit-
urdrykki. Þannig geta skáldin rak-
ið örlagasíma, og tætt snörur, ein-
staklingum og þjóðum, til ótila.
Þau skáld í voru landi, sem
klökkvust voru í röddinni, unnu
sér mesta alþýðuhylli alt fram á
vora daga. Eg vil styðja þetta at-
riði máls míns með því að benda
á, hversu þjóðin hneigðist að
Kristjáni Fjallaskáldi, með aðdáun
og lotningu. Reyndar kvað Kristj-
án vel, eftir því sem þá gerðist
í landi voru. Þó var hann ekki
stórskáld, enda dó hann ungur að
kalla. — Lýðhylli sína mun hann
hafa fengið fyrir grátklökkvann í
kvæðunum. Þunglyndi þjóðar vor-
ar kendi sín, þegar þessi “eymdar
óður sundurkraminnar sálar og
sjúks hjarta”*) drap á dyr ein-
rúms og hugskots. Lífsskoðun
Fjallaskáldsins felst í þessum tveim
ijóðlínum — mestöll:
“Lífið alt er blóðrás og logandi und,
sem læknast ekki fyrr en á aldur-
tilastund.
Hann kallar vonina tál og tárið
svalalind. Þessi ljóðrænu andvörp
hitta alþýðu í hjartastað, hana
sem sat í bóndabeygju og kveið
sáran lífi og dauða. Þessi and-
legi blóðtökumaður jók fölvann í
kinnum alþjóðar. Benedikt Gröndal
yngri var að sumu leyti lærifaðir
Kristjáns, einkum í hljóðfalli. En
þó að hann væri æringi í óbundnu
máli, bryddi lítið á gáska hans f
kvæðum. Hjálmar, Grímur, Stein-
grímur og Matthías og þar áður
Bjarni og Jónas — engin þeirra
náði lýðhylli Kristjáns meðan hann
hét og var, þó að þeir væru honum
meiri að skáldlegri heilbrigði og
afrekum. ítök Kristjáns, sem
hann átti í landslýðnum, mundu
stafa af því, hve sorgmæddur hann
var, og dapur. Harmur hans hitti
hnípni þjóðarinnar og þau féllust í
faðma — urðu að samlokum. Þó
*) Ort5 Eiríks Magnússonar, M.A.