Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 125
ÁRSÞING
107
Gíslason, ó. S. Thorgeirsson, Mrs. Ástu
Eiríksson, Miss Hlaðgerði Kristjánsson.
H. Gíslason baðst undan nefndarstörfum
sökum lasleika. Árni Eggertsson skipað-
ur í hans stað.
Fræðslumál voru þá tekin fyrir. Mrs.
Jódís Sigurðsson las skýrslu frá kennur-
um deildarinnar Frón í Winnipeg. Bar
sú skýrsla með sér ágætan og mikils-
verðan árangur af kenslustarfinu, en
sökum þess að telja verður þetta fyrst
og fremst mál deildarinnar, er sú skýrsla
ekki tekin inn í þenna fundargerning.
R. E. Kvaran gerði tillögu um að for-
seti skipaði þriggja manna nefnd til þess
að fjalla um fræðslumál. G. F. Friðriks-
son studdi. Till. samþ. Forseti skipaði
þessa þingmenn: J. J. Bíldfell, Rún. Mar-
teinsson og Bergþór E. Johnson.
Þegar hér var komið, var þinginu
frestað til kl. 2 e. h.
Fundur var settur samdægurs kl. 2
e. h. Fundargerningur lesinn upp og sam-
þyktur.
Forseti bað ritara að lesa skýrslur
þær, er borist hefðu frá deildum. Las
hann eftirfarandi skýrslur:
I.
Þjóðræknisdeildin ísland við Brown,
Man., hafði sex góða, vel sótta og skemti-
lega fundi á síðastliðnu ári (1930), og
gengur starfið yfirleitt mjög vel.
Þann 15. marz þessa árs heimsótti oss
góður gestur, hr. Árni Pálsson frá
Reykjavík, og flutti sinn ágæta fyrir-
lestur þá um kvöldið fyrir fullu húsi
því flestir lslendingar í bygðinni sóttu
þá samkomu og voru hrifnir af ræðu-
manninum og erindi hans.
Meðlimatala deildarinnar er 36 full-
orðnir, 6 unglingar og 11 börn innan 14
ára aldurs—alls 53. Embættismenn fyr-
ir árið 1931, kosnir á ársfundi, sem hald-
inn var í janúar 1931, voru:
Forseti Sigurður ölafsson.
Ritari Miss Rannveig Gillis.
Féhirðir Tryggvi ó. Sigurðsson.
Fjármálaritari Mrs. Th. J. Gíslason.
Virðingarfylst,
Thorsteinn J. Gíslason.
II.
Ársskýrsla 1930, deildin Brúin í Sel-
kirk:
Deild þessi telur nú 85 meðlimi, af
þeim eru 78 fullorðnir, 4 unglingar og
3 börn.
10 fundir hafa verið haldnir á árinu.
Mjög góðan áhuga hafa meðlimir sýnt
i öllum málum viðkomandi íslenzku
þjóðerni og íslenzkri tungu. 78 ungling-
ar nutu tilsagnar i íslenzkum söng und-
ir stjórn hr. Björgvins Guðmundssonar,
og virðist það starf hafa borið mjög
góðan árangur. Einnig hefir séra Jónas
A. Sigurðsson kent 12 unglingum ís-
lenzku á hans eigin heimili, og þarf ekki
að efast um árangur af því góða og veg-
lega starfi hans.
Nú í vetur hefir verið ráðinn kennari
í íslenzku, og taka yfir 80 böm og
unglingar þátt í þeirri kenslu.
Samkvæmt skýrslu féhirðis hafa tekj-
ur og útgjöld á árinu verið sem hér
fylgir:
Tekjur:
1 sjóði frá fyrra ári ............$ 47.80
Iðgjöld borguð á árinu ............ 61.00
Inntektir af 3 samkomum .......... 202.25
Kenslustyrkur frá aðalfélaginu .... 50.00
Aðrar inntektir .................... 2.05
Alls ...............$363.30
útgjöld:
Kostnaður í sambandi við söng-
starf B. G.....................$171.00
Meðlimagjöld send aðalfélaginu .... 35.00
Styrkur til sjúks deildarmeðlims 25.00
Kostnaður við skemtisamkomur 67.35
Húsaleiga fyrir 3 mánuði .......... 18.00
Önnur útgjöld á árinu ............. '5.15
Alls ................$327.75
Afgangs í sjóði 1. jan. 1931 .....$ 41.55
Th. S. Ttorsteinsson.
Skrifari deildarinnar Brúin, Selkirk.