Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 126
108
TÍMARIT ÞJÓÐRÆIÍNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
III.
Wynyard, Sask. 23. febr. 1931.
Til ritara Þjóðræknisfélags
Islendinga í Vesturheimi.
Kæri herra!
Þó þjóðræknisdeildin hér, Fjallkonan,
hafi ekki að þessu sinni fulltrúa á þingi
félagsins, þá langaði oss samt til þess
að senda þinginu og félaginu kveðju og
árnaðaróskir. Dauðamerki má það telj-
ast, að deildin okkar skuli ekki hafa
sent neinn á þingið í þetta sinn, og er
þó fremur fjárhagserfiðleikum að kenna,
bæði félagsins og einstaklinga, heldur
en áhuga- og skeytingarleysi félaga
fyrir störfum eða hag félagsins. Erum
við að vona, að þetta verði bæði fyrsta
og síðasta sinn, sem deildin okkar sendir
engan á ársþingið.
Allmikill hnekkir var það deildinni,
að missa á þessu síðasta ári tvo af okk-
ar ágætustu starfsmönnum burtu úr
bygðinni. Voru það þeir prestarnir séra
Carl J. Olson og Friðrik A. Friðriksson.
Höfðu þeir haft á hendi tvö ábyrgðar-
mestu störf deildarinnar, forseta- og
skrifara-embættin, og höfðu ávalt reynst
hinir samvinnuþýðustu og nýtustu fé-
lagar. Var nú eðlilegt, að fremur dofn-
aði yfir félaginu við burtför þeirra, en
ekki dugði að leggja árar í bát. Hafði
deildin ærið starf fyrir höndum. Hafði
verið samþykt að hafa hér Islendinga-
dag að vanda, og jafnvel þótt tilhlýði-
legt að hafa hann með meiri hátíðar-
brag en vanalega. Var því ráðist á að
bjóða dr. J. T. M. Anderson, forsætis-
ráðherra Saskatchewanfylkis, að heiðra
okkur með nærveru sinni og ræðu. Tók
hann þvi boði mjög góðmannlega, og
kvað sér vera hin mesta ánægja að
þiggja það. Fór það þó öðruvísi en ætl-
að var. Kvöldið áður en Islendingadag-
urinn skyidi haldinn, fengum við skeyti
frá dr. Anderson þess efnis ,að vegna ó-
fyrirsjáanlegra atvika, væri sér ómögu-
legt að vera með okkur daginn eftir.
Hafði hann verið kallaður það sama
kvöld til Winnipeg, í mjög áríðandi er-
indum. Þótti okkur það súrt í brotið —
þó það bætti nokkuð úr skák, að hann
bauð að senda í sinn stað hvern þann
af ráðherrum sínum, sem við kysum.
Þáðum við eðlilega það boð, og varð fyr-
ir því vali Hon. Howard McConnell,
sveitamálaráðherra fylkisins. Var gerður
að erindi hans hinn bezti rómur, og var
þetta í fyrsta sinn, sem ræða hefir ver-
ið flutt á ensku á íslendingadag hér
vestra, þau 22 ár, sem við höfum haldið
hér upp á Islendingadag.
Þegar manni verður á að líta til baka
yfir þau 12 ár, sem deildin okkar hefir
verið við lýði, verðum við að játa, að
engin stórvirki liggja að baki okkar. Þó
finst mér, að ekki hafi verið alveg til
ónýtis unnið. Allmargir skemtilegir fund-
ir hafa verið haldnir, allmargar opinber-
ar samkomur, og mörg ánægjuleg sam-
sæti hafa verið haldin. Hefir alt þetta
haft menningarlegt gildi.
Um tíma gekst deildin fyrir allmerk-
um söngæfingum fyrir unglinga. Féll
það niður vegna féleysis og vegna á-
hugaleysis þeirra, sem börnin áttu. A
nú deildin allstórt bókasafn, Ber í því
efni að þakka Bókafélagi Kandahar-Is-
lendinga fyrir rausn þá, er þeir sýndu
deildinni hér, með þvi að gefa henni
bókasafn sitt, eftir að það hætti störf-
um.
Fundi hefir deildin einu sinni á mán-
uði. Eru þeir oft hinir ánægjulegustu og
á kvenþjóðin eigi lítinn þátt i þvi, með
því að hafa jafnan rausnarlegar veit-
ingar.
Hefir deildin nú á prjónunum, að efna
til samkepni meðal barna og unglinga i
íslenzkulestri og framsögn á svipaðan
hátt og þið eruð að gera í Winnipeg.
Vonumst við til að það geti orðið mikil
vakning fyrir því menningargildi, sem
islenzk tunga hefir í sér fólgið.
Vinsamlegast,
Jón Jóhannsson,
ritari Fjallkonunnar.
IV.
Þjóðræknisdeildin Harpa í Winnipeg-
osis, Man., sendir Þjóðræknisfélaginu
innilegar kveðjur ásamt meðfylgjandi
skýrslu yfir störf sín árið 1930: