Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Qupperneq 135
ÁRSÞING
117
Þá benti hann á, að næsta ár yrðu
miklu minni tekjur en undanfarið vegna
árferðis í landinu og þar af leiðandi
minni auglýsingar í Tímaritinu. Bað
hann menn að fara gætilega með fjár-
útlát. Þá átaldi hann hve mikið hefði
verið greitt fyrir yfirskoðun og taldi
með öllu óviðunandi hve kostnaðurinn
væri mikill við fjármálaritara og skjala-
varðarstörfin. Mælti að lokum með því
að fjármálaskýrslurnar væru samþykt-
ar.
Árni Eggertsson gerði grein fyrir
nauðsyninni á að borga fyrir fjármála-
ritara og skjalavarðarverkið. Hefði ó.
S. Thorgeirsson tekiö þetta að sér fyrir
bænarstað nefndarinnar og væri ekki
ofborgað fyrir starfið og húsnæði undir
bókasafnið.
Á. P. Jóhannson taldi ekki unt að fá
hentugri mann en þann, sem nú gengdi
verkinu, en hann taldi ráðstöfunina að
greiða fyrir verkið óheppilega. Bóka-
safnið væri ekki notað og væri ófært að
eyða stórfé fyrir vörzlu safnsins. Um
greiðslu fyrir fjármálaritarastarfið fanst
honum ekki eiga að vera að ræða.
Halldóri Bardal hefði að visu verið
greidd þóknum, en það hefði verið fyrir
að koma starfinu í rétt horf. En greiðsl-
unni mætti ekki halda áfram eftir að
bókfærslan væri komin í viðunandi horf.
Sig. Vilhjálmsson taldi ekki ólíklegt,
að komast mætti af með minni vinnu
við fjármálaritarastarfið með því að nota
blöðin betur til auglýsinga, þvi að Is-
lendingar væru hættir að lesa sæmileg
rit.
ö. S. Thorgeirsson bað sér hljóðs og
gerði grein fyrir því verki, sem hann
hefði annast. Taldi hann sig sízt betur
staddan fi'árhagslega, þótt hann fengi
þessa greiðslu. Verkið væri svo mikið,
að sannleikurinn væri sá, að þetta væri
engin borgun. Taldi hann það hina mestu
fjarstæðu, að enginn kostnaður yrði af
starfinu, þótt bókfærsla væri komin í
réH iiorf. T. d. yrði hann að senda út
um Roo bréf árlega. Þá væri mikið starf
við út.sendingu Tímaritsins. Þá mætti
gpta bpss, að tekist hefði að selja alla
of Iceland”, sem menn hefðu
örvænt um að nokkuru sinni gengi út.
Benti hann ennfremur á, að Bókmenta-
félagið á Islandi greiddi 2000 krónur fyr-
ir samskonar starf og hér væri um að
ræða. Að lokum gat hann þess, að það
væri vafalaust þægilegt, að fá menn til
þess að vinna þetta fyrir ekkert, en þó
taldi hann ekki ólíklegt, að félagið kynni
að iðrast þess siðar, ef sú stefna væri
tekin upp.
Nefndarálit fjármálanefndar var þvi
næst samþykt með öllum atkvæðum.
Iþróttamál tekin fyrir. Carl Thor-
laksson las upp nefndarálit, er svo hljóð-
ar:
Vér undirritaðir, sem kosnir vorum til
þess að íhuga iþróttamálið, leggjum eft-
irfarandi tillögur fyrir þingið:
1. Vegna vaxandi áhuga yngri kyn-
slóðarinnar vestan hafs fyrir “Hockey”-
leikum, mælum vér með þvi við hið
háttvirta þing, að það veiti alt að $25
fyrir bikar, er kept verði um árlega.
2. Að þriggja manna milliþinganefnd
verði kosin á þessu þingi, til þess að
annast um þetta mál, og semja reglu-
gerð fyrir samkepninni um bikarinn.
3. Ennfremur viljum vér mælast til
þess, að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags-
ins styrki iþróttafélagið “Fálkann” á
þessu ári, að svo miklu leyti sem hún
sér fært.
Carl Thorlaksson.
G. L. Jóhannsson.
D. Björnsson.
R. E. Kvaran lagði tii að ræða nefnd-
arálitið lið fyrir lið. J. P. Sólmundsson
studdi. Samþ. í einu hljóði.
Árni Eggertsson lagði til að fyrsti lið-
ur væri samþyktur. Stutt af mörgum og
samþykt.
Árni Eggertsson gerði breytingartil-
lögu við annan lið, að stjórnarnefnd væri
falið að semja reglugerðina í stað milli-
þinganefndar. J. P. Sómundsson studdi
og gerði grein fyrir stuðningi sínum í
ræðu. Var breytingartillagan samþykt.
Árni Eggertsson lagði til og J. P. Sól-
mundsson studdi, að þriðji liður væri
samþyktur. Samþykt. Nefndarálitið með