Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 139

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 139
ÁRSÞING 121 fyrir þá sök ekki lagt nana rormlega fyrir þingið. En þetta var innihald henn- ar: Aðalstarfið hefir snúist um bókasafn- ið. Síðastliðið ár var keypt allmikið af nýjum bókum, og var allmiklu fé varið til bókbands. Bundin rúmlega tuttugu bindi og lagað band a eldri bókum. Bæk- ur þessar tilheyra flestar aðalfélaginu. Hátt á annað hundrað bækur voru lán- aðar út og lesnar af félagsmönnum. — Stjórnina skipa: K. Jónatansson for- maður, Einar Sigurðsson ritari og Frank- lin Eggertsson féhirðir. Bókasafnsmálið var tekið fyrir. A. G. Magnússon lagði til að milliþinganefnd væri kosin, svo sem gert var ráð fyrir í nefndarálitinu. G. Friðriksson lagði á móti samninga- umleitunum við utanfélagsmenn. R. E. Kvaran virtist vera gengið fram hjá því í nefndarálitinu, er mestu skifti, hvernig unt væri að auka safnið. Gat hann um þær ráðstafanir, sem stjórnar- nefndin hefði þegar gert fyrir því, að kaupa bækur frá útsölumanni Tímarits- ins á Islandi. ó. S. Thorgeirsson gat þess, að bæk- urnar að heiman væru allar frá sama útgefanda. Mælti mjög eindregið með sameiningartilraun við Jóns Bjarnasonar skóla. G. Árnason spurðist fyrir, hverrar tegundar þær bækur væru, * er félagið nú ætti. ö. S. Thorgeirsson kvaðst ekki hafa bókalistann við hendina, en bækurnar væru flestar gamlar og naumast til út- lána að svo komnu. Benti hann á ágæta aðstöðu til útlána í J. B. skóla, ef samn ingar tækjust. Forseti drap á hugmynd ýmsra máls- metandi manna á Islandi, um að senda hingað bækur. Á. P. Jóhannsson var mótfallinn því, að félagið gengist fyrir safni á einum stað. Taldi ekki mikið á því að byggja, sem menn hefðu verið að tala saman.á Islandi um þessi efni. Um húspláss í J. B. skóla gat hann þess, að sér virtist það ekki ná nokkurri átt, að um það gæti verið að ræða. Vildi hann afhenda Fróni bækurnar, sem fyrir hendi væru, og komast svo að raun um, að hve miklu leyti bókasafni væri sint. Virtist honum félagið stefna með þetta mál 40 ár aftur í tímann. G. Árnason benti á, hve mikill áhugi væri enn í bygðum fyrir lestrarfélögum. Taldi hann mjög nauðsynlegt að gefa Winnipeg sama tækifæri. J. P. Sólmundsson vakti athygli á nauðsyninni, að menn hefðu aðgang að bókum um íslenzk efni. Hitt væri ekki sjálfsagt, að Þjóðræknisfélagið hefði fjárhagslega ábyrgð á þeim. Málið mætti undir engum kringumstæðum deyja. Á. P. J. minti á íslenzku deildina i sambandi við bókasafn borgarinnar. Benti á, að ef til vill væri bezt að styrkja þá deild. R. E. K. rakti þær skoðanir, sem þegar hefðu komið fram í málinu, og taldi stjórnarnefnd bezt fallna til þess að vinna úr þeim. Rögnv. Pétursson bar fram breyting- artillögu við nefndarálitið á þessa leið: “Þingið felur stjórninni að rannsaka vandlega á þessu ári, með hverjum hætti bezt verði séð fyrir bókasafni félagsins. Skal henni sérstaklega falið að rann- saka, hvort unt verði að hafa samvinnu við aðrar stofnanir, sem íslenzkan bóka- kost eiga, með hverjum hætti safnið verði hagkvæmlegast aukið og á hvern hátt bezt varðveitt.” Formaður bókasafnsnefndar, Ó. S. Thorgeirsson, kvaðst fella sig vel við þetta orðalag í stað nefndarálitsins og studdi tillöguna. Breytingartillagan var samþykt með öllum atkvæðum og málið þar með af- greitt. Rögnv. Pétursson flutti nefndarálit um samvinnumál: “Það mun aiment viðurkent, að milli Islands og Ameríku séu sterk þjóðernis- tengsli, þar sem búsettir eru hér í álfu um 30—40,000 manns af íslenzkum ætt- um. Höfuð markmið Þjóðræknisfélagsins er að halda við þessu sambandi og efla það eftir fremsta megni. En með því að það verður aðeins gert með tvennu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.