Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 27
Indriði Einarsson
9
ur Cruðmundsson málari* *) (1833-
74) var, eins og kunnugt er, einn
hinn mesti áliugamaður um ís-
lenzka leiklist, annar en Jón Gruð-
mundsson. Sigurður fann fljótt
upplag Indriða og sparaði ekki að
egg'ja. liann á að gerast leikrita-
skáld, benti honum í því tilefni á
“Stories” eða konungasöguleikrit
Shakespeares sem fyrirmyndir.
Og Indriði lét eg’g'jast. Á föstu-
dag'inn langa 1869 lifði hann það,
að andinn kom yfir hann og' blés
honum í brjóst dansi álfanna í
“Nýársnóttinni,” svo að hann
hafði varla undan að skrifa.***)
Þetta var byrjunin, en uppliaf og
endi ‘ ‘ Nýjársnæturinnar ’ ’ hafði
hann lengi í smíðum og lauk ekki
við hana fyr en 1870 eða 1871 um
haustið.
Nú var að vísu fjarri því, að
Indriði tæki sér Sliakespeare til
fyrirmyndar, er liann reit þessa
frumsmíð sína. Hitt var heldur, að
dæmi Matthíasar fyrst og fremst
og auk þess kannske smekkur ann-
ara höfunda, íslenzkra***) og er-
lendra vísaði honum í þjóðsögurn-
ar til efnisfanga. Matthías hafði
tekið útilegumannasögur, Indriði
valdi sér liuldufólkið til meðferðar.
Raunar var það sagan af tröll-
skessunni Gellivör,****( sem varð
uppistaða ‘ ‘ Nýjársnæturinnar. ’ ’
*)Andvari 15:1-14 (eftir Pál Briem).
**)Kaflinn á bls. 32-45 í gömlu “Nýjárs-
nóttinni,” sbr. bréf 2. maí 1929.
***)Jónas Hallgrímsson notaði grasafjall og
útilegumenn í “Grasaferð.” Magnús Grims-
son skrifaði sögur um útilegumenn (“pórð
ur og ólöf") með keim af þýzkri rómantík.
Kannske áttu “Ræningjar” (Die Ráuber)
Schillers sinn þátt I leik Matthíasar.
****)ísl. þjóðs. og æfintýri 1:154-158.
Gellivör liafði tekið bóndann og
húskarl lians á Hvoli í Borgarfirði
eystra hvora jólanóttina eftir aðra,
svo að ekkjan og fólk hennar þorði
ekki að liafast þar við hina þriðju.
En um haustið fyrir hin f jórðu jól
vitraðist huldukona ekkjunni í
draumi, bað liana um mjólk lianda
börnum sínum og bauð að kenna
henni ráð að koma af ásóknum
tröllkonunnar. Á jólanóttina kom
tröllkonan og tók ekkjuna, en
liuldukonan kvaldi og drap króga
hennar, svo hún varð að láta ekkj-
una lau.sa; komst ekkjan með hjálp
huldukonunnar í kirkjuna, en
skessa hvarf frá, er liringt var
klukkum. 1 “ Nýjársnóttinni ” varð
ekkjan að Guðrúnu, liuldukonan
að Áslaugu álfkonu og Gellivör að
Álfakarlinum eða Álfakonginum.
En ofsókn hans við Guðrúnu er
skýrð svo, að amma hennar hafði
neitað að fylgja honum til konu
lian.s í bamsnauð, svo sem segir í
mörgum sögnum*); en hann liafði
til hefndar ært liana og dóttur
hennar, konu á tvítugsaldri. Nú
var röðin komin að Guðrúnu: nýj-
ársnóttina sem hún yrði tvítug
ætlaði álfakonungurinn að æra
hana. Alla þessa forsögn fær Gnð-
rún — og áhorfendurnir — að
heyra, er hún les bréfið frá fóstru
sinni nokkrum stundum fyrir mið-
nætti, og eykur það eigi lítið á ör-
laga þunga leiksins og' æsingu á-
horfenda. Að öðru leyti er efni
leiksins að mestu tekið úr íslenzku
þjóðlífi. Svo er um fólkið og at-
hafnir þess; það spilar alkort, eins
*)T. d. ísl. þjóðs. og æfintýri 1:13-20 og
einkum 21-23: “Jón Árnason og huldukon-
urnar,” “Huldumaðurinn og stúlkan.”