Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 39
Indriði Emarsson
21
og lætur Helga sér það vel líka, er
hún þekkir Jórunni. En sakar-
mennirnir slá hring nm Jórunni,
og er viðbúið að ný víg liljótist af.
En þá kemnr óvænt atvik fyrir.
Bótólfur hiskup, sem Kolbeinn hef-
ir haft í haldi, hefir alt í einu upp
bannfæringu á norrænu yfir þeim
Kolbeini og IJelgu. Það ríður
bagga-muninn hjá Kolbeini svo að
sættir takast.
Þetta er liið eina af leikritum
Indriða, sem aldrei hefir verið
leikið á lslandi,t) en á hinn bóg-
inn hefir það verið þýtt bæði á
dönsku*) þýzku**) og ensku***)
og hlotið góða dóma bæði heima og
erlendis.****)
Öllum kom sama.n um að þetta
væri bezta leikritið, sem enn hafði
sézt á íslenzku ritað. Mjög eftir-
tektarverður var dómur Brandes-
ar. Iíann byrjar á því, að titillinn
sé \úllandi, hér sé aðeins á yfir-
borðinu stríð milli kirkjunnar og
t)pað var leikið í Ernst Drucker leikhúsi í
Hamborg 1913 og- var mætavel tekið. óðinn
(1918) 13:91.
*)Sværd og Krumstav . . oversat . . aí
Henrik Ussing. Med en Indledning af Hcjger
IViehe. Smaaskrifter udg. af Selsk. f. ger-
mansk Filologi Nr. 5. Kbhavn, J. Frimodt,
1901.
**)Swert und Krummstab . . Ubertr. . . von
Carl Kuchler, Berlin, E. Ebering, 1900.
***)Sword and Crozier . . transl. . . by Lee
M. Hollander. Poetlore, Vol. XXIV: 225-283.
(Boston, 1912). Á næstu síðum (284-89) er
ritgerð eftir Hollander: “I. E.: Icelandic
Dramatist and His Saga Drama.” Sbr.
Breiðablik 7:143.
****)lsafold 12. júlí 1899; Politiken 19. nóv.
1900 (Gecu'g Brandes), tekinn upp í Bjarka
1901, og Sunnanfara (1900) 8:11. Eim-
reiðin (1900) 6:133-135 (Olaf Hansen);
Litterarisches Centralblatt 3. febr. 1900,
bis. 264 (Dr. Friedrich). Sbr. og rit þeirra
Kuchlers og Poestions; K. lofar ritið mjög,
P. dregur úr því, játar þó að það sé bezt
þeirra fsl. leikrita, er þá voru kunn.
höfðingjavaldsins á Islandi. Aðal-
efnið sé blóðhefnd í forníslenzkum
stíl. “Orðfærið og alt sem per-
sónurnar taka sér fyrir hendur
samsvarar svo vel tímanum, að því
verður ekki nógsamlega lirósað.
Það er ekki liægt að neita því, að
þegar íslenzk skáld á vorum tím-
um . . . leiða fornsögurnar eða ein-
stakar myndir úr þeim fram á leik-
sviðið, þá er þetta gert af svo mik-
illi þekkingu á sögunum og samliug
við þær, að slíkt er ekki til í Dan-
mörku, og jafnvel ekki í Noregi
Hér er hvorki orð né atburður sem
truflar, af því að það sé óviðkom-
andi, eða áhrif frá nútímanum; og
þetta stranga samræmi liefir góð
áhrif.
Gallinn hjá Indriða er sá, að
liann heldur sér alt of fast idð sög-
una. 1 öllu leikritinu er ekki ein
einasta setning, sem ber vott um,
að það sé hugsað eða skrifað í
fyrra eða hittifyrra; það snýr sér
að engu leiti til manna, sem lifa
nú á dögum, reynir ekki að vekja
eftirtekt þeirra eða samhug með
nokkurri grundvallarliugsun, sem
nú á dögum laðar hugi okkar að
sér. Persónurnar standa þarna
eins og höggnar út í granít og leik-
urinn hefir sömu álirif á okkur eins
og gömul saga, gamlar fortíðar-
menjar; menn og mannlíf, sem er
löngu horfið og ekki snertir okkur
öðruvísi en sem segja má, að alt
mannlegt snerti okkur. Hvorki
“kongsefnin” af norslvum leikjum
né “Ásgerður” af dönskum leikj-
um (E. Brandes) halda sér svo
fast við söguna, þrátt fyrir það,
þótt höfundarnir hafi gert sér alt
far um að skilja hana.... I saman-