Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 48
30
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
in eigi að byggja sér leikbús til
þess að kóróna menningu þá, sem
sprottið liefir npp úr þjóðræknis-
hreyfingu 19. aldarinnar. Greinin
er prýðilega skrifuð og stórmerk,
ekki aðeins sem bið fyrsta innlegg
í þjóðleikhússmálinu, heldur, held-
ur líka sem skýring á “Nýjárs-
nóttinni ’ ’ og lykill að skoðunum
Indriða sjálfs. Leiklistin, segir
hann, er Ist Jlistanna, hlómin á
menningargróðri þjóðanna, og
leikritalistin er fjærsta takmark
skáldskaparins, efsta rimin í stig-
anum. Hún er yngri en ljóðlist
(lyric) og hetjukvæði (epos), hún
verður til með þjóðunum, er þær
hafa náð vissum þroska með full-
komnu þjóðar- og einstaklings-
frelsi. Svo var það hjá Grikkjum
500 árum f. Kr., svo var það og á
endurreisnar- og siðbótartímunum
í Elvrópu.*) Svo kemur spurning-
in: erum við komnir svo langt á
menningarbrautinni? Já, ljóðlist-
in liefir staðið í blóma síðustu 60-
70 árin, hetjuljóðin höfum við að
vísu ekki átt, en í stað þess skáld-
sagnalistina eftir 1848. Ræðulist-
in hefir átt kost á að þroskast síð-
an Alþingi var endurreist, en tón-
list og málaralist hafa aldrei verið
fjörugri á Islandi en nú. Þar við
bætist, að útlendir mentavinir hafa
bent á það, að miðdepill bókmenta-
lífsins sé alt af að færast norður á
bóginn í álfunni. “ Endurfæðingin
byrjaði á Italíu og Spáni, settist
*) Hér vitnar hann til Gustav Freytags “sem
eg fyrir mitt leyti tek fram yfir alla þá, sem
hafa ritaS um list-reglur fyrir leikritagerS.”
(ísafojld 4. sept. 1915 í grein um Dr. Al.
Jóhannesson).
að í Frakklandi; flutti sig þaðan
til Englands. Var lengi í Þýzka-
landi, síðan á Rússlandi, er nú í
Noregi, — en hvert á miðdepill
bókmentalífsins að flytja sig frá
Noregi?”
Til Islands! hugsar hann, þótt
hann segi það ekki. Islendingar
eru einmitt mátulega þroskaðir til
að veita viðtöku leikhúsi, leikrita-
smíð og leiklist. Bönd kirkjunnar
hafa losnað af hugum manna,
sömuleiðis veraldleg höft, eins og
t. d. vistarhandið fyrir 14 árum(!).
Og þjóðernistilfinningin hefir lif-
að, alt síðan Eggert Ólafsson vakti
hana. Fjölnismenn vöktu málið,
Jón Sigurðsson sjálfstæðistilfinn-
inguna. 1873 fann þjóðernið sál
sína í orðum skáldsins “Lyft vorri
þjóðsál um þúsund ár, upp mót
sólu,” en síðasti votturinn um
þjóðernistilfinninguna eru sam-
þyktir um land alt að taka upp ís-
lenzkan fána.
Svo sterk er trú Indriða á þjóð-
ernistilfinninguna. Hann sér hana
fyrir sér sem Áslaugu álfkonu með
bláhvíta fánann eftir unninn sig-
ur. “Allar listir og mentir, sem
íslenzkir menn iðka, ber hún á
herðum sér, og fyrir liennar aðstoð
náum vér innan skamms efstu rim-
inni í menningarstiganum, eða fá-
um þjóðleikhús, og fyr en það er
fengið eru Islendingar ekki orðnir
mentaþjóð.”
Það sem eftir er greinarinnar
eru praktiskar áætlanir um leik-
hússbygginguna og má sleppa
þeim, þó merkar séu. En hinu má
ekki sleppa, að sýna hve draum-