Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 57
George P. Marsh
39
hin beztu dönsku og sænsku tíma-
rit, er um þau f jalla.
Lýkur Marsh bréfinu á þá leið,
að alkunnur áliugi Kafns á, að út-
breiða þekkingu á sögu Norður-
landa og bókmentum, liafi komið
sér til, að leita aðstoðar hans til
eflingar samskonar viðleitni í
Vesturheimi, þar sem bókmentir
Norðurlanda séu algerlega ónumið
land.
Svar Rafns við bréfi þessu mun
nú glatað; en vafalaust hefir hann
brugðist vel við beiðni Marsh, og
kemur það fram í bréfi, sem Rafn
ritar honum frá Kaupmannahöfn
rúmu ári síðar (29. nóvember,
1834). Fer hann þar einkar vin-
samlegum livatningarorðum um
fyrirætlanir Marsh viðvíkjandi út-
breiðslu á íslenzkum fræðum vest-
an hafs, ekki sízt fyrirhugaðri ís-
lenzkri málfræði lians á ensku,
enda var Rafn honum hjálplegur
með hana á ýmsan liátt. Hafa
þeir síðan sýnilega skifst á bréf-
um öðru hverju meðan báðir lifðu,
þó að flest þeirra muni nú glötuð,
því að Marsli ritar Rafn frá Turin
í ársbyrjun 1864, en hinn síðar-
nefndi andaðist í október það ár.
í bréfi þessu þakkar Marsh Rafn
fyrir, að hafa sent sér síðasta
lieftið af “Lexicon Poetieum”
Sveinbjamar Egilssonar, og seg-
ist hann nú eiga ritið í heild sinni.
Þetta bréf Marsli er ritað á
dönsku, eins og annað bréf lians
til Rafns, sem enn er við lýði, og
sýna þau, að liann ritaði danska
tungu merkilega vel', enda tekur
Rafn til þess í einu bréfa sinna tii
hans.
Ekki lét Marsh heldur lenda við
orðin tóm livað snerti starfsemi í
þá átt, að útbreiða vestan liafs
þekkingu á íslenzkum fræðum og
norrænum. Á árunum 1834-35
samdi hann liina íslenzku málfræði
sína: “A Cömpendius Grammar
of tlie Old-Northern or Icelandic
Language. Compiled and Trans-
lated from the Orammars of Rask,
by George P. Marsh. ” Er liún,
eins og lieiti hennar gefur í skyn,
og- ítarlegar er tekið fram í for-
málanum, að mestu sniðin upp úr
málfræðisritum R. C. Rasks um
íslenzka tungu, einkum bók hans:
“Kortfattet Vejledning til det
oldnordiske eller gamle islandske
Sprog, Kjöbenhavn, 1832.” Þó
hefir Marsh bætt nokkru við frá
sjálfum sér, einkum í köflunum um
beygingar orða og orðskipun. Af
ýmsum ástæðum drógst prentunin
á málfræði þessari þangað til árið
1838, og’ var það, að sögn Marsh,
hið mikla rit Rafns og þeirra fé-
laga, “Antiquitates Americanæ, ”
þá nýútkomið (1837), sem ýtti
undir hann, að koma málfræði
sinni f y r i r almenningssjónir.
Hugði hann, að hún myndi nú falla
í frjórri jarðveg en áður, þar sem
Rafn hafði með nefndu riti vakið
athygli amerískra fræðimanna á
íslenzkum fornritum og norrænni
tungu. En ekki tókst þó eins vel
með prentun á málfræðinni og
æskileg’t hefði verið. Hún var, að
minsta kosti að miklu leyti, prent-
uð í fjarveru höfundarins, og próf-
arkalestri svo ábótavant, að sægur
er í henni af prentvillum. Varð
það til þess, að Marsh sendi liana