Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 61
Prófessor Watson Kirkconnell
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson.
“pví lætur það börnin sín blessa þann mann
og bera sér nafn hans á munni.”
P. E.
Um það hefir oft verið deilt,
hvort íslenzku þjóðinni heima hafi
meira græðst eða tapast á vestur-
flutningunum.
Allar mögulegar reikningsað-
ferðir iiafa verið notaðar frá báð-
um hliðum: en engum hefir enn
tekist að reikna dæmið alt, svo
greinilega eða sannfærandi, að öll-
um þætti fullnægjandi; og um
mörg einstök atriði liefir mönnum
alls ekki komið saman.
Eitt er það samt, sem allir við-
urkenna: það er gildi og gróði
þeirra auglýsinga og kynninga,
sem heimaþjóðin hefir lilotið í
Vesturheimi — og yfir höfuð í öll-
um hinum enskumælandi lieimi —
með athöfnum og f r a m k o m u
þeirra, sem flutt liafa til Canada
og Bandaríkjanna.
Áður var þjóð vor allsóþekt í
Vesturálfunni, og hugmynd al-
mennings sú — ef hún annars var
nokkur — að Isíand bygði ómönn-
uð ruddaþjóð, eftirbátur allra í
flestu.
Nú hafa þeir Islendingar, sem
hér búa, snúið svo rækilega við
blaðinu að öll þessi álfa veit og
viðurkennir að litla landið með
kalda nafnið er bygt framtaks-
samri menningarþjóð.
Og þetta er að miklu leyti að
þakka athöfnum og framkomu
Vestur-lslendinga. Það er ekkert
skrum að þeir liafa yfir höfuð
skarað hér fram úr í ýmsum grein-
um, sérstaklega þegar tillit er tek-
ið til þess hve sárafáir þeir eru hér
á meðal miljónanna.
En glæsilegasta hliðin á menn-
ingar tilveru fslendinga hefir til
skamms tíma verið mvrkrum hulin
að mestu leyti hér í álfu — það er
skáldskapurinn og bókmentirnar.
fslendingar hafa í liðinni tíð ekki
notið sín hér í landi á því sviði.
Þeir hafa ekki, svo nokkru nemi,
getað kynt eða auglýst íslenzku
þjóðina með verkum, sem skarar
fram úr að skáldskapargildi. Hin-
ir eldri voru of gamlir þegar hing-
að kom, til þess að geta notið sín
á máli þessa lands, og þeir sem hér
ei'u fæddir hafa enn ekki skarað
fram úr ])eim beztu á sviði skáld-
skaparins, þótt þeir liafi við nám
og íþróttir staðið öllum fremri á
ýmsum tímum.
Vonandi er að nú verði þess ekki
langt að bíða, að einhver liinna
yngri manna rísi úr rekkju þagnar-
innar og mæli spámannsorðum,
þar sem íslenzk sál sé klædd ensk-
um búningi.
Tilraunir hafa verið gerðar í
seinni tíð til þess að kynna hér-
lendu fólki íslenzk ljóð í enskum
])ýðingum; má þar til nefna frú
Jakobínu Johnson, prófessor Skúla
Johnson, Paul Bjarnason, E. E.
Grillies, Dr. Gísla J. Gíslason, séra
Rúnólf Fjeldsted, prófessor Rich-
ard Beck og fleiri.
Er það góðra gjalda vert og
gleðilegt að vort eigið íolk leysi