Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 127
Frumbygð og fortíð
109
auðugan garð að gresja og eiga
fáar þjóðir völ á öðru betra. T. d.
væri eigi saga Björns Breiðvík-
ingakappa æskileg í skáldsögu-
formi, saga þeirrar glæstu hetju,
er aldrei beið ósigur — jafnvel
gerist foringi Skrælingja í Ame-
ríku þar hann lýkur lífsdögum!
Björn Breiðvíkingakappi er þekt-
ur að því mesta snarræði, er sögur
fara af, þegar liann einn síns liðs
og óvopnaður bar liærra hlut í við-
ureign við marga vopnaða menn—
greip í kápuerm foringjans Snorra
og hélt blikandi smáhníf við brjóst
hans unz hann var neyddur til
griða. Hið sanna drenglyndi
Björns Breiðvíkingakappa, hans
órjúfanlega ást og hans æfintýra-
þrungnu lífslok — alt hlyti það að
gera sögu hans aðlaðandi í nútíðar
skáldsöguformi. Og á margar aðr-
ar fortíðarhetjur Islendinga mætti
benda, er draumgáfu og ímyndun-
arafli góðra söguskálda gæti orðið
matur úr.
Sá nútíðar rithöfundur Islands,
sem höfuð og herðar virðist bera
vfir aðra, ritar sögur sínar aðal-
lega á dönsku. Annar ritsnjall höf-
undur er tekinn að semja bækur á
norsku.
Yestur-íslenzkir rithöfundar,
sem ensku rita, þurfa eigi að leita
til annara landa. Bókamarkaður
nægilegur heima fyrir í þeirra eig-
in löndum, Canada og Bandaríkj-
um. Fari þeir að dæmi Gunnars
Gunnarssonar og velji söguefni sín
úr íslenzkum þjóðakri, ])á standa
])eir betur að vígi en enskir rithöf-
undar. Fortíð Islands blasir við
]>eim með gull og græna skóga!
Heill heimur af verkefni er hér
fyrirliggjandi. Islendingasögur
þurfa allar að birtast í enskum
þýðingum og önnur merk íslenzk
fornrit. Úrvalsljóð íslenzkra ljóð-
skálda þurfa að þýðast á ensku.
Sérstaklega ætti Vestur-lslending-
um að vera ant um að únmlsljóð
stórskáldsins Stephans G. Ste-
phanssonar séu þýdd á enskt mál
i heild. Verkefni það er eig'i auð-
leikið, en að það sé þó mögulegt,
sýnir snillileg ensk þýðing á ljóða-
safni þýzka stórskáldsins Schillers.
Arið sem leið var reistur vand-
aður legsteinn á gröf Steplians í
bygð hans, Albertabygðinni. Heið-
ur og þökk ber ófeigi Sigurðssyni
og öðrum er fyrir því stóðu. Ann-
ar þjóðlegur minnisvarði hefir
skáldinu eigi enn þá verið reistur.
Væri þá eigi heppilegur og vel
valinn minnisvarði, að Vestur-ls-
lendingar kostuðu þýðingar á
ensku á ljóðum hans, er vandað
væri til af beztu föngum og birtust
í eins vönduðu og' skrautlegu ljóð-
safni og framast mætti verða, með
myndum af skáldinu og ítarlegri
æfisög-u? Til þeirra þýðinga væri
valdir þeir er bezt standa að vígi
af íslenzkum ljóðskáldum, beggja
megin hafsins. Vafalaust ræðir
liér um verkefni margra ára, því
eigi mætti kasta höndum að slíku
stórvirki. Ljóð Stephans G. Ste-
plianssonar, þannig birt í vönduð-
um enskum þýðingum, myndu aug-
lýsa liann sem stórskáld frumbygð-
ar Ameríku.
Vestur-íslendingum ber að halda
á lofti minningum hins líðandi og
liðna — frumbygð og fortíð.