Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 18
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hæf kona, að héraðsbrest mátti
kalla, þá er hún féll frá; en um
hana hefir Gunnar skrifað minn-
ingargrein merka og fagra ásamt
erfiljóðum undir ljóðahætti. Er
hvorttveggja með því fegursta er
Gunnar hefir ritað, og er auðséð,
að honum hafa hnitið við hjarta
örlög hinnar stórbrotnu og góðvilj-
uðu frændkonu sinnar.
Enn ein mannlýsing er í Árbók-
inni: greinin um „Töframanninn“
Halldór Kiljan Laxness fertugan.
Er sú grein af glettum rituð, en þó
af ósvikinni aðdáun á galdralist Lax-
ness, þótt eigi þyki Gunnari hinn
kommúnistíski áróður Laxness til
bóta.
Um Sölku-Völku segir Gunnar:
„Það er ekki mörgum skáldum gefið
að draga upp mynd af íslensku eðli
í ömurleik útkjálkans á borð við
Sölku-Völku; en það er hún sem
ber söguna uppi . . . og lyftir henni
upp úr svaði dægurmálanna og inn
í heimsbókmentirnar".
Um Bjart í Sumarhúsum: „Úr
landnemanum í eigin landi hefir
Halldór með hárbeittri rimmugýgi
feðratungunnar axað hálftröll, er
sómir sér hið besta í forneskju lands-
lags og lífskjara. Mun kotkarl sá
verða ærið langlífur í landinu, og'
mega sumir þeir, er mest býsnast
yfir honum . . . vara sig á að minn-
ing þeirra sjálfra með þjóðinni verði
ekki minni“.
Um Ólaf Ljósvíking: „Þeim, sem
þetta ritar, er ekki kunnugt um, að
til sé sambærileg lýsing á skáldi í
álögum umhverfis og erfðakenja,
enda hefir Laxness hvergi með ann-
ari eins innfjálgi gefið sig innblæstri
sínum á vald“.
Þetta eru ekki ómerkileg ummæli
manns, sem enginn getur vænt
kommúnisma, né heldur hins að
hann hafi ekki vit á skáldsagnagerð!
Og annarsstaðar í Árbókum þess-
um áréttar Gunnar álit sitt á Lax-
ness með því að segja, að hann
þekki engan höfund núlifandi á
Norðurlöndum, er fari fram úr Lax-
ness.*
„Heillin“ segir frá vansköpuðum
hænuunga, „Sagan af Valda“ (sam-
in fyrir danska útvarpið og lesin í
það 1938) er af meiddum svartþrast-
arunga, en örlög þessara vesalinga
verða Gunnari tilefni til hugleið-
inga um gátu mannlífsins. Því
hvernig á að koma því saman, að
menn skuli vorkenna slíkum vesa-
lingum og leggja við þá ást og um-
önnun á sama tíma og þeir standa
í heimsstyrjöldum, drepa og lim-
lesta milljónir bræðra sinna og
þurka borgir svo hundruðum skift-
ir út af kortinu? En samt, meðan
menn geta vorkent vesalingum, þá
er ekki alveg vonlaust um fram-
tíð þeirra, að ætlun Gunnars.
„Þáttur tungunnar“ og „Landið
okkar“ eru gullfallegar greinar um
tvo sterka þáttu íslensks þjóðernis.
Gunnar telur tunguna réttilega
aðalgrundvöll hins endurheimta
sjálfstæðis íslendinga. En um vernd
hennar segir hann meðal annars
þetta:
„Að lokum skal minnst sérstak-
lega á þann þáttinn í vernd tung-
sem síst liggur í augum uppi og er
<:Þegar þetta er ritaS, er Sjálfstaítt fólk
a'S fara sigrurför um SvíþjóS, enda var
Laxness einn af þeim, er kom til mála aS
fengju Nóbelsver’Slaunin þetta ár, þótt
engum væri veitt. En ætli hann hefSi ekki
fengiö þau, ef hann hefSi ekki veriS
kommúnisti?