Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA 24 mannlýsingar. En eru þær þá ekki alveg snauðar af skáldskap? Hér á ég ekki við skáldskap lífsins sjálfs, sem ávalt er til, ef rithöfundurinn hefir lag á að sjá hann og sýna hann, — og hver efast um, að Þórbergur hafi það? Ég á við það hvort Þór- bergur hafi sjálfur ort í eyður minn- is síns og dagbóka. Er það hugsan- legt, að hann muni samtölin í bað- stofunni orðrétt eftir meira en þrjá tigi ára? Og hvað er það þá hjá því, er menn ætluðu að samtöl ís- lendingasagna hefðu geymst lítt breytt í munnmælum og minni manna um þrjár aldir? Og samt — margt getur skolast í minni manns á skemri tíma en þrjátíu árum. Og er það hugsanlegt, að hann muni löng eintöl sálarinnar og langar hala- rófur hugrenningatengsla? Meiri líkur eru til þess að fellibyljir til- finninganna hafi loðað honum í minni, og hver mundi t. d. efast um að hann kynni að muna fyrsta mót sitt og elskunnar sinnar, þótt dag- bókin beri því ekki annað vitni en hin sjö dularfullu orð, sem þar standa. En á hinni löngu og ömur- legu siglingu um úthaf fyrstu ástar- sorgarinnar er loggbók hans stund- um nokkuð stuttaraleg, þótt hann skrifi langt mál um viðburði dags- ins í ævisögunni. Hér er þá a. m. k. meira en nægilegt svigrúm fyrir skáldskap Þórbergs og er enginn kominn til að skera úr því, nema hann sjálfur, hvort hann fer með staðreyndir minnisins eða með upp- dikt skáldlegrar andagiftar. En alt ber þetta hinn trúa blæ sannleikans og veruleikans á sér, hvort sem það er uppdiktað eður eigi. í sambandi við sannleikskröfu Þórbergs stendur það, að hann er miklu opinskárri á bannhelgum sviðum en flestir aðrir íslenskir höf- undar. Gunnar Gunnarsson segir frá því, að þegar Nótt og draumur hafi komið út í Danmörku, þá hafi ritdómarar þar brugðið sér um sjálfsspeglun. Ekki hef ég orðið var við að íslenskir ritdómarar hafi brugðið Þórbergi því, þrátt fyrir miklu meira tilefni, en ekki er ó- líkt, að þeir hefðu gert það og meira, ef Ofvitinn hefði komið út 1924 eins og Bréf til Láru eða 1925 eins og Nótt og draumur. Það er hætt við því, að margur maðurinn hefði þá hneykslast á kapítulanum um „til- dragelsið“ í kirkjugarðinum og aðra opinská Þórbergs um sjálfan sig og félaga sína. Sennilega hefðu menn sakað Þórberg um exhibitionism, enda hef ég heyrt greinda og smekk- vísa menn af eldri kynslóðinni gera það. Og þetta er í sjálfu sér ekki nema eðlilegt, því hér er gengið í berhögg við gamla og rótgróna hefð, ekki síst á íslandi. Boð Hávamála var: Þagalt og hugalt / skyli þjóðans barn . . . og opinskáin var dæmd ósvinns aðall: ósnotr maðr / er með aldir kemr / þat er best at hann þegi. / Engi þat veit / at hann ekki kann / nema hann mæli til mart. Þetta hefir verið ríkt boðorð í upp- eldi hinna íslensku bænda — og hef- ir haft sína augljósu kosti. Síðari tímar lögðu þá línkind á, að menn mættu segja steininum heldur en engum. En 19. öldin var heldur eng- inn tími játninga, hvorki á Islandi né í umhverfi þess. Þótt Boswell, hinn skoski, bryti ekki beint í bág við bannhelgi 18. og 19. aldar í Eng-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.