Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 66
64 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA eru vel samdar og smekklega, má sérstaklega nefna Eimreiðar-grein- arnar „Söngvatrega“, „Hugljómun11, „Hvernig ferðu að yrkja?“ og „Hug- leiðingar um skáldskap“ (1921, 1922, 1924 og 1927), er varpa mikilli birtu á hugðarefni hans og afstöðu til skáldskaparins. Smári hefir verið með afkasta- mestu ritdómurum íslenskum á und- anförnum áratugum; eru dómar hans um bækur jafnan ritaðir af sanngirni og samúðarríkum skiln- ingi. Hann kann líka að finna að því, sem honum þykir ábótavant. en gerir það með þeirri hógværð og prúðmensku, sem honum er eigin- leg. Þeir, sem álíta stóryrðin ein í bókmentalegum aðfinslum teljast til gagnrýni, eiga vitanlega erfitt með að skilja aðferð hans og ann- ara gagnrýnenda, sem eigi temja sér hin breiðu spjótin í þeim efnum. Smári hefir einnig verið mikil- virkur þýðandi í óbundnu máli. Hann hefir þýtt úr ensku The Renewal of Youth eftir F. W. H. Myers (Endurnýjun æskunnar og ævisögubrot, 1924); úr norsku Ved Vejen eftir O. C. Breda (Við veginn, 1920); úr dönsku Den unge Örn, Edhrödre og Dyret med Glorien eftir Gunnar Gunnarsson (Örninn ungi, Fóstbræður og Dýrið með dýrðarljómann, 1918, 1919, 1922) og Sören Kierkegaard eftir Kort Kort- sen (1923), og er þó eigi alt talið. Ennfremur hefir hann þýtt fyrir Leikfélag Reykjavíkur fjölda af leik- ritum, og skulu þessi talin: Ger- hard Hauptmann: Hann litla, A. Strindberg: Fröken Júlía, Henrik Ibsen: Veislan á Sólhaugum, H. Drachmann: Einu sinni var og Sutton Vane: Á útleið (Outward Bound). Loks þýddi hann með bróður sín- um, Yngva skáldi Jóhannessyni, Lao-tse: Bókin um veginn (Tao-te- king, 1918). Hann hefir einnig snúið úr ensku á íslensku ljóðaflokkinum St. Paul eftir F. W. H. Myers (Páll postuli, 1918). Um ýmsar þýðingar Smára hefir verið vinsamlega ritað í íslenskum blöðum og tímaritum; t. d. fór dr. Guðmundur Finnbogason lofsam- legum orðum um þýðingu hans á Páli postula (Skírnir, 1919), enda er hún yfirleitt mjög vel af hendi leyst. III. En þó margt athyglisvert og nyt- samt liggi eftir Jakob Jóh. Smára í óbundnu máli, er það með ljóðum sínum, sem hann hefir unnið sér virðulegan og fastan sess í íslensk- um nútíðarbókmentum. Kvæði hans höfðu árum saman komið í íslenskum blöðum og tíma- ritum áður en fyrsta ljóðabók hans, Kaldavermsl, kom út 1920; hlaut hún ágæt ummæli margra hinna dómbærustu manna. Ýmsum mun þó hafa þótt heiti bókarinnar óvenju- iegt og jafnvel langsótt; en mér sýn- ist það vel valið og táknrænt fyrir þá rósemi hugans, það jafnvægi til- finninganna, sem er eitt af höfuð- einkennum þessara kvæða. Virðist mér því prófessor Magnús Jónsson hitta ágætlega í mark, er hann fór þessum orðum um það atriði í rit- dómi sínum um bókina: „Hvað sem hver segir finnst mér þetta nafn a ljóðabók Smára bæði auðskilið og hnittið. í rauninni gætu flestar ís- lenskar ljóðabækur borið þetta nafn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.