Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 66
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eru vel samdar og smekklega, má
sérstaklega nefna Eimreiðar-grein-
arnar „Söngvatrega“, „Hugljómun11,
„Hvernig ferðu að yrkja?“ og „Hug-
leiðingar um skáldskap“ (1921, 1922,
1924 og 1927), er varpa mikilli birtu
á hugðarefni hans og afstöðu til
skáldskaparins.
Smári hefir verið með afkasta-
mestu ritdómurum íslenskum á und-
anförnum áratugum; eru dómar
hans um bækur jafnan ritaðir af
sanngirni og samúðarríkum skiln-
ingi. Hann kann líka að finna að
því, sem honum þykir ábótavant.
en gerir það með þeirri hógværð og
prúðmensku, sem honum er eigin-
leg. Þeir, sem álíta stóryrðin ein í
bókmentalegum aðfinslum teljast
til gagnrýni, eiga vitanlega erfitt
með að skilja aðferð hans og ann-
ara gagnrýnenda, sem eigi temja sér
hin breiðu spjótin í þeim efnum.
Smári hefir einnig verið mikil-
virkur þýðandi í óbundnu máli.
Hann hefir þýtt úr ensku The
Renewal of Youth eftir F. W. H.
Myers (Endurnýjun æskunnar og
ævisögubrot, 1924); úr norsku Ved
Vejen eftir O. C. Breda (Við veginn,
1920); úr dönsku Den unge Örn,
Edhrödre og Dyret med Glorien
eftir Gunnar Gunnarsson (Örninn
ungi, Fóstbræður og Dýrið með
dýrðarljómann, 1918, 1919, 1922) og
Sören Kierkegaard eftir Kort Kort-
sen (1923), og er þó eigi alt talið.
Ennfremur hefir hann þýtt fyrir
Leikfélag Reykjavíkur fjölda af leik-
ritum, og skulu þessi talin: Ger-
hard Hauptmann: Hann litla, A.
Strindberg: Fröken Júlía, Henrik
Ibsen: Veislan á Sólhaugum, H.
Drachmann: Einu sinni var og
Sutton Vane: Á útleið (Outward
Bound).
Loks þýddi hann með bróður sín-
um, Yngva skáldi Jóhannessyni,
Lao-tse: Bókin um veginn (Tao-te-
king, 1918). Hann hefir einnig snúið
úr ensku á íslensku ljóðaflokkinum
St. Paul eftir F. W. H. Myers (Páll
postuli, 1918).
Um ýmsar þýðingar Smára hefir
verið vinsamlega ritað í íslenskum
blöðum og tímaritum; t. d. fór dr.
Guðmundur Finnbogason lofsam-
legum orðum um þýðingu hans á
Páli postula (Skírnir, 1919), enda
er hún yfirleitt mjög vel af hendi
leyst.
III.
En þó margt athyglisvert og nyt-
samt liggi eftir Jakob Jóh. Smára
í óbundnu máli, er það með ljóðum
sínum, sem hann hefir unnið sér
virðulegan og fastan sess í íslensk-
um nútíðarbókmentum.
Kvæði hans höfðu árum saman
komið í íslenskum blöðum og tíma-
ritum áður en fyrsta ljóðabók hans,
Kaldavermsl, kom út 1920; hlaut
hún ágæt ummæli margra hinna
dómbærustu manna. Ýmsum mun
þó hafa þótt heiti bókarinnar óvenju-
iegt og jafnvel langsótt; en mér sýn-
ist það vel valið og táknrænt fyrir
þá rósemi hugans, það jafnvægi til-
finninganna, sem er eitt af höfuð-
einkennum þessara kvæða. Virðist
mér því prófessor Magnús Jónsson
hitta ágætlega í mark, er hann fór
þessum orðum um það atriði í rit-
dómi sínum um bókina: „Hvað sem
hver segir finnst mér þetta nafn a
ljóðabók Smára bæði auðskilið og
hnittið. í rauninni gætu flestar ís-
lenskar ljóðabækur borið þetta nafn