Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 111

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 111
ÞINGTÍÐINDI 109 hverjum fundi var tekinn til meSferöar kafli úr bókinni „Iceland’s Thousanrt Years“, og allir meSlimir eiga bókina og kyntu sér efnið fyrirfram. Fundarstjóri sá um að útvega íslenskt lesmál, sem átti við verkefni fundarins og stýrði umræðum. Þannig voru lesnir, fyrsta starfsárið, kafl- ar úr íslendingasögunum, úr Völuspá og Hávamálum. Áhugi þess félags hefir farið vaxandi og byrjaði það annaö starfsár sitt s.l. haust. Meðlimir eru nú aö kynna sér sögu Vestur-íslensku landnemanna, og hafa til aflesturs fyrirlestra þá sem flutt- ir voru fyrir Iœlandic Canadian Evening School, og slðar prentaðir I ritlnu, The Icelandic Canadian. Auk þess ieggja með- limir til þær heimildir, sem þeim hefir auðnast að safna sarnan. Þessari starfsaðferð mætti gjarnan gefa gaum; og takist að útbreiða hana þá er íslenskunni hér ekki eins mikil hætta búin. í Winnipeg eru óteljandi fræðslufélög, t. d. meðal Skota, íra og Englendinga, sem starfrækt eru til þess að gefa fólki tæki- færi að koma saman I smáhópum og kynna sér verk frægustu rithöfunda og skálda sinnar þjóðar. Það er því réttmætt að Is- lendingar haldi við þess konar fræðslu- starfsemi sín á milli og gefi sig að bók- mentum sinnar þjóðar, sem sígildar eru og dáðar af mentafrömuðum heimsins. — Slík starfsemi er ekki einungis til upp- byggingar og skemtunar fyrir þá, sem taka þátt I henni, þvl alt sem eflir and- legan þroska einstaklingsins hefir bæt- andi áhrif á umhverfið I heild, og þess gerist ætíð þörf, — og ekki síst nú á tímum. Mig langar til að skýra með fáum orð- um frá menningarstarfi, sem oss Islend- ingum finst e. t. v. nokkuð nýstárlegt. Þó það væri óbeinlínis afleiðing af fræðslu- starfi þvl, er ég hafði með höndum og nyti allrar þeirrar aðstoðar er ég gat veitt, þá var það unnið algerlega af kenn- ara og börnum, sem ekki eru af íslensku bergi brotin, og sýnir oss að margt er hægt að gera til þess að glæða áhuga barnanna fyrir íslenskum efnum. Vinkona mín, Miss Marion Henderson, sem er yfirumsjónarmaður með söng- og tónlistarkenslu I barnaskðla Iroquois Falls, Ontario, ásetti sér að kynna börnunum I sínum bekk, ísland. 1 sambandi við mann- félagsfræði skóians (Social studies) er hennaranum leyfilegt að innleiða verltefni, sem ekki er á kensluskránni, ef börnin sýna nægan áhuga og eru viljug að sinna því I frlstundum sínum. Það yrði of langt mál að lýsa þeirri fá- dæma fyrirhöfn, sem þessi gáfaða og ment- aða stúlka tókst á hendur, til að gera þetta íslenska fræðslustarf veglegt og skemtilegt. itarleg grein er rituð um það I Icelandic Canadian (vorheftið, 1949), en hér verður aðeins minst á aðalatriðin. Slðastliðið haust, eftir að hafa vakið áhuga nemendanna, skipti kennarinn með- al þeirra öllum bókum og ritum um is- land, sem við hendina voru og hægt var að fá að. Á þriggja mánaða tímabili, sem starfið náði yfir, lásu börnin þessar bælc- ur; Iceland in Story and Picture; Iceland (V. Stefánsson); Mankind Throughout the Ages; The Great Sea Dragon; Canada’s Story; Famous Canadian Stories; Dis- coverers and Explorers of North America; Pathfinders of North America; Iceland’s Thousand Years; margar greinar úr Hook of Knowledgc og National Gcograph- ic Magazino; 16 greinar úr Icciandic Canadian, (urn sögu og' bókmentir Is- lands og um sögu og starf íslendinga vestan hafs). Við kenslustundir ræddu svo börnin um það, sem þau höfðu lesið og kyntu sér kortið af íslandi og Amerlku. Þau skrifuðust á við íslensk börn I Mani- toba, og söfnuðu íslenskum munurn, söngvum, myndum og handiðnaði, sem þau slðar höfðu til sýnis á miðsvetrar- samkomu skólans, og útskýrðu fyrir for- eldrum slnum. Á samkomunni var einnig til sýnis, á ofurlitlu leiksviði, táknmynd (Tableau) af kontu Leifs Eiríkssonar til Ameríku árið 1000. Að lokum sungu börn- in fyrir samkomugesti „Sólskríkjan" I enskri þýðingu. pessa tilraun I menningaráttina gerðu ellefu og tólf ára gömul börn, I afskeklctu þorpi I norðurhluta Ontario fylkis. En þau hefðu ekki gert það nema fyrir áhuga og liugsjónir Miss Henderson, sem fann nautn I þvl að byggja upp andlegan þroska barnanna, auka víösýni þeirra og skilning á verðmætum þeim, sem ýms þjóðarbrot eru að leggja I vöggu hinnar ungu Canad- isku þjóðar. Væri ekki liugsanlegt að börn og unglingar af Islenskum stofni gætu haft ánægju af starfsemi eins og þessari, ef aðeins hinir eldri leiðtogar hefðu áræði, framsýni og andagift til þess að vísa þeim veginn ? Við vonum öll að hin fagra hugsjón um að stofna kennarastól I Islenskum fræð- um við Manitoba háskólann megi rætast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.