Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 31
krossgötur
13
Ásv. — Já, það getur þú reitt
þig á.
Kýminn — Og þú vísar þeim leið?
Ásv. — Ég get bent þeim á veg-
vísinn.
Kýminn — Og svo leggja þeir
upp — í allar áttir.
Ásv. — Ekki á ég von á því.
Herramaðurinn stefnir ætíð í eina
átt. Þess vegna er hann herramaður.
Hann veit ekki að áttirnar eru fleiri
en ein, veit ekki að hann er að
villast eins og hinir. Hann heldur
sömu stefnu hvað sem tautar.
Kýminn — Þá hefi ég verið herra-
uiaður alla mína æfi, grunaði aidrei
að ég væri að villast.
Asu. — Ættir þú þá ekki að halda
flakkinu áfram?
Kýminn — Nei, Ásvaldur, að vera
herramaður er ekkert sældarbrauð.
(Auðunn og Steinn koma frá
vinstri — móðir og sveittir).
Áuðunn — Við erum víst búnir
að þramma heila mílu gegnum
kargaskóg.
Steinn — Já, ekki keyrir neinn
hingað í bíl. En það er gróðavon í
svona stórfeldum skógi. (Til Kýmins
°g Ásv.) Hvað eruð þið að flækjast
hér?
Kýminn — Flækjast! Við eigum
heima hér í kofanum, og ættum að
■^ggja þessa spurning fyrir ykkur,
sem álpist hingað líklega í einhverju
menningaróráði.
Ásv. — Hér hefi ég átt heima
meirihluta æfinnar. Rölti inn í
Þ°rpið mánaðarlega og geng upp að
fossinum á hverjum morgni.
Áuðunn — Er hann langt héðan?
_ Ásv. — Það er misjafnt. Tæp hálf-
tmia ganga þegar vorið hvíslar
kjarki í alt sem lifir og morgunroð-
inn lýsir upp hug og hjarta og
fuglarnir syngja. —
Steinn — Getur hvorugur ykkar
talað orð af viti? Hvað er langt upp
að fossinum og hvernig kemst
maður þangað?
Kýminn — Gangandi, herrar mín-
ir. Bara gangandi.
Ásv. — Þegar fuglarnir eru
flognir og haustvindarnir slíta síð-
ustu laufin af greinum trjánna. —
Auðunn — Hvað langt? sagði ég.
Ásv. — Eins og sjálft lífið fjari út
með liðnu sumri. —
Steinn — Hvað langt!?
Ásv. — Þá er það býsna spölur.
Auðunn — (Hristir höfuðið).
Þekkir þú fossinn?
Ásv. — Nei. Fossinn er vinur
minn.
Auðunn — (Við Stein) Hann er
geggjaður.
Steinn — Þeir eru báðir bilaðir á
sönsum.
Steinn — (Til Ásvaldar). Þú getur
þó vísað okkur veginn upp að foss-
inum. Við þurfum að yfirlíta hann.
Asv. — (Bendir á vegvísinn).
Þarna eru þær einu áttir sem ég
kann.
(Auðunn og Steinn horfa vand-
ræðalega hvor á annan).
Auðunn — Þú mundir ekki vilja
ganga með okkur upp að fossinum?
Steinn — Við skulum borga þér
vel fyrir ómakið.
Ásv. — Jú, það er svo sem meir
en velkomið. En þið virðist þreyttir
og göngumóðir og ef til vill svangir.
Viljið þið ekki tylla ykkur niður í
kofanum mínum og þiggja matar-
bita?