Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Steinn og Auðunn — Nei, nei.
Þakka þér fyrir.
Auðunn — Við höfum engan tíma
til þess.
Steinn — Nei, en fossinn verðum
við að skoða, hæð hans og vatns-
magn, gera lauslega áætlun um afl
hans.
Auðunn — Hversu mikla orku má
vinna úr honum, væri hann beizl-
aður?
Kýminn — Ef hugmyndin er, að
leggja við þann gamla og stíga á
bak, þurfa herrarnir aldrei framar
að spyrja til vegar.
Steinn — (Til Ásvaldar). Ég vona
að þú skiljir að það er hæð fossins
og vatnsmagn, sem —
Ásv. — Já. Hann er svo hár, að
þegar sólin skín, getur hann seilst
upp í himininn eftir heilum friðar-
boga, sem skaparinn beygir að fót-
um hans; svo breiður, að þegar mað-
ur situr á bakkanum og gerir sér
grein fyrir því undra afli, sem um
aldaraðir hefir steypst fram af berg-
brúninni, finnur hann sárt til,
hversu smávægilegt og skammvinnt
er starf vesalings litla hjartans, sem
flöktir í brjósti hans um fáeina
áratugi. (Herramennirnir taka ofan
hattana og þurka af sér svitann).
Og svo er vatnsmagnið mikið, að
væri ekki yfirborð þess truflað af
straumþunganum, mundi það spegla
allan himininn í djúpi sínu.
Kýminn — Og sól, tungl og ellefu
stjörnur.
Auðunn — Við höfum eytt nógum
tíma í að hlusta á þetta bölvað röfl í
ykkur. (Til Ásvaldar). Ætlar þú að
fylgja okkur að fossinum, eða ekki?
Ásv. — Sjálfsagt. (Til Kýmins).
Þú bíður hérna og vísar veg þeim,
sem viltir eru. (Fer út til hægri.
Steinn og Auðunn eftir honum).
Kýminn — (Hringgengur vegvís-
inn). Ég orðinn leiðsögumaður.
Jæja. Mér ætti að takast, að sanna
máltækið, „þegar blindur leiðir
blindan, falla báðir í sömu gröf“.
Dísa — (Kemur frá hægri — vel-
búin, frísk og fjörleg). Við hvern
ertu að tala?
Kýminn — Við sjálfan mig auð-
vitað. Sérðu mig ekki?
Dísa — (Hlær). Þú ert skrítinn
náungi. Og til hvers ertu að hring-
sóla kring um staurinn þann arna?
Kýminn — Til þess að ná áttun-
um. Sérðu ekki, að þetta er veg-
vísir, eða ertu blind?
Dísa — Nei, ekki blind, en ramm-
vilt.
Kýminn — Þú ættir að sitja
heima, á botninum, og bíða eftir
mannsefninu.
Dísa — Þeim þætti æfi minnar er
lokið. Hann sveik mig, bölvaður —
eftir alla kossana og fagurmælin.
Svo ég kvaddi kóng og prest og
ætla að fara mína leið.
Kýminn — Ef þú veizt hvert þú
ætlar, ertu ekki vilt.
Dísa — Ég vildi helzt fara í allar
áttir.
Kýminn — Alveg rétt af þér.
Allar götur liggja til Rómu.
Dísa — Ég vil komast í glaum og
gleðskap, þar sem engin svik er
að finna og enga eftirsjá.
Kýminn — Nú, því ekki að leggja
bara upp í allar áttir?
Dísa — Æ, ósköp ertu vitlaus!
Ég kemst ekki nema eina vissa leið
í einu. Og sé þessi staur vegvísir,