Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 36
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þey! — Nú eru þeir komnir —
Steinn og Auðunn. í guðs bænum
láttu þá ekki sjá þig hér með mér.
Dísa — Svo þú skammast þín
fyrir, að sjást með mér.
Jón — Nei, nei. En sæi Auðunn
okkur hér tvö ein, væri hann vís til
að skammta mér inntektir mínar úr
hnefa, og þá yrði lítið, sem ég gæti
látið af hendi rakna við þig.
Dísa — Eitthvað mun satt í því,
annað eins ómenni og þú ert. En
hvort sem Auðunn skamtar smátt
eða stórt; skaltu ekki komast af með
að afskifta mig.
Jón — Það ætla ég mér heldur
aldrei að gera.
Dísa — (Hlær). Á ætlanir þínar
reiði ég mig ekki, heldur óttann og
og lydduskapinn; því ekki hefir þú
minni ótta af mér en húsbónda
þínum.
Jón — Ég geri hvað ég get fyrir
þig, Dísa, en það verður lítið, finni
Auðunn þig hér.
Dísa — Og þess vegna skiljum við
í þetta sinn.
Jón — Fyrir fult og alt.
Dísa — Það verður nú undir því
komið, hvernig þetta síðasta loforð
þitt reynist. Svíkir þú mig í annað
sinn, skaltu eiga mig á fæti. (Fer
veginn til glaums og gleði. — Jón
gengur að dyrunum. í því koma þeir
Steinn og Auðunn. Jón sér þá og
snýr við).
Auðunn — Við sáum bifreiðina
þína úti við veginn, og bjuggumst
við að þú værir að slóra hér, eins og
oftar. (Lítur um). Það er ekki að
furða þó þér sé annt um þetta
bölvað bæli. Eða hitt þó heldur.
(Kýminn kemur í dyrnar og sezt
á þröskuldinn. Hefir brauðsneið í
annari hendi og tinskál í hinni.
Hlustar og étur).
Steinn — Það er afráðið, að
hreinsa þennan óræktar blett, og
leggja veginn hér í gegn, í stað þess,
að gera krók á sig, eins og nú
hagar til.
Jón — Fæ ég þá ekki ráðið því,
að kofinn megi standa í friði? Þetta
er það eina, sem ég hefi látið eftir
tilfinningum mínum síðan ég gerð-
ist starfs- og félagsmaður ykkar.
Undir minni umsjón var pappírs-
gerðin reist, skógurinn ruddur,
fossinn beizlaður. Alt þetta tókst
eins vel eða betur en á var ætlað.
Finst ykkur þá ósanngjarnt, að láta
það eftir mér, að lofa kofanum og
nokkrum trjám, sem lítils virði eru,
að standa?
Auðunn — Ekki ef nokkurt vit
væri í því.
Steinn — Það er prinsípið, sem
hér kemur til greina.
Auðunn — Það er einmitt það.
Prinsípið.
Jón — Hvaða prinsíp?
Steinn — Prinsípið, jú, er að taka
öll ráð af tilfinningunum, þegar um
bissnes er að ræða.
Jón — En ég þykist hafa lært það
eitt með öðru af ykkur, að leika
stundum á tilfinningar annara, til
að komast að góðum samningum.
Auðunn — Jú, það er alt annað
mál.
Jón — Ekki í þetta skifti.
Steinn — Ekki það?
Auðunn — Hvað hefirðu í huga?
Jón — Það sama og þið, að hafa
eitthvað upp úr þessum bletti. Hér
hefir undarlegur einbúi haldist við,