Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 36
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Þey! — Nú eru þeir komnir — Steinn og Auðunn. í guðs bænum láttu þá ekki sjá þig hér með mér. Dísa — Svo þú skammast þín fyrir, að sjást með mér. Jón — Nei, nei. En sæi Auðunn okkur hér tvö ein, væri hann vís til að skammta mér inntektir mínar úr hnefa, og þá yrði lítið, sem ég gæti látið af hendi rakna við þig. Dísa — Eitthvað mun satt í því, annað eins ómenni og þú ert. En hvort sem Auðunn skamtar smátt eða stórt; skaltu ekki komast af með að afskifta mig. Jón — Það ætla ég mér heldur aldrei að gera. Dísa — (Hlær). Á ætlanir þínar reiði ég mig ekki, heldur óttann og og lydduskapinn; því ekki hefir þú minni ótta af mér en húsbónda þínum. Jón — Ég geri hvað ég get fyrir þig, Dísa, en það verður lítið, finni Auðunn þig hér. Dísa — Og þess vegna skiljum við í þetta sinn. Jón — Fyrir fult og alt. Dísa — Það verður nú undir því komið, hvernig þetta síðasta loforð þitt reynist. Svíkir þú mig í annað sinn, skaltu eiga mig á fæti. (Fer veginn til glaums og gleði. — Jón gengur að dyrunum. í því koma þeir Steinn og Auðunn. Jón sér þá og snýr við). Auðunn — Við sáum bifreiðina þína úti við veginn, og bjuggumst við að þú værir að slóra hér, eins og oftar. (Lítur um). Það er ekki að furða þó þér sé annt um þetta bölvað bæli. Eða hitt þó heldur. (Kýminn kemur í dyrnar og sezt á þröskuldinn. Hefir brauðsneið í annari hendi og tinskál í hinni. Hlustar og étur). Steinn — Það er afráðið, að hreinsa þennan óræktar blett, og leggja veginn hér í gegn, í stað þess, að gera krók á sig, eins og nú hagar til. Jón — Fæ ég þá ekki ráðið því, að kofinn megi standa í friði? Þetta er það eina, sem ég hefi látið eftir tilfinningum mínum síðan ég gerð- ist starfs- og félagsmaður ykkar. Undir minni umsjón var pappírs- gerðin reist, skógurinn ruddur, fossinn beizlaður. Alt þetta tókst eins vel eða betur en á var ætlað. Finst ykkur þá ósanngjarnt, að láta það eftir mér, að lofa kofanum og nokkrum trjám, sem lítils virði eru, að standa? Auðunn — Ekki ef nokkurt vit væri í því. Steinn — Það er prinsípið, sem hér kemur til greina. Auðunn — Það er einmitt það. Prinsípið. Jón — Hvaða prinsíp? Steinn — Prinsípið, jú, er að taka öll ráð af tilfinningunum, þegar um bissnes er að ræða. Jón — En ég þykist hafa lært það eitt með öðru af ykkur, að leika stundum á tilfinningar annara, til að komast að góðum samningum. Auðunn — Jú, það er alt annað mál. Jón — Ekki í þetta skifti. Steinn — Ekki það? Auðunn — Hvað hefirðu í huga? Jón — Það sama og þið, að hafa eitthvað upp úr þessum bletti. Hér hefir undarlegur einbúi haldist við,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.