Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 37
KROSSGÖTUR
19
enginn veit hvað lengi, í húskofa,
sem er einn í sinni röð. Eins og allir
sjá, er ekkert sérstakt hér, sem tal-
ist getur aðlaðandi, þó hafa fleiri
slæðst hingað en á nokkurn annan
stað á öllu því landflæmi, sem félag
okkar hefir náð umráðum yfir. Og
fyrst nú afráðið er, að reisa túrista
bústaði hér skamt frá, gæti þetta
komið til með að verða sögustaður.
Steinn — Og auglýsa hann vel —
Auðunn — Þetta er ekki svo galið
hjá Jóni.
Steinn — Túristar ku vera ákaf-
lega gefnir fyrir sögustaði.
Auðunn — Vitaskuld mundi nokk-
ur kostnaður ganga í auglýsingar.
Svo væri sjálfsagt að ræsta hér eitt-
bvað til, en þetta gæti alt borgað
sig með tímanum.
Jón — Eigi þetta að teljast sögu-
staður, verður bezt, að breyta hér
engu. Tíminn gerir nóg í þeim efn-
um. Kostbærum auglýsingum er ég
einnig mótfallinn. Eins og ég segi,
hafa margir komið hingað, meira að
segja, vilst hingað, og þeim má
treysta til að vekja orðasveim, sem
líklegri væri til að vekja forvitni
ferðamanna en auglýsingaskrum.
Steinn — Með öðrum orðum, hér
getur verið um gróðaveg að ræða,
sem ekki kostar okkur blóðugt
sent.
Auðunn — Að minsta kosti, mætti
reyna þetta, og okkur að kostnaðar-
iausu.
Steinn — Margar tillögur Jóns
afa reynst vel grundaðar.
Jón — Þakka þér fyrir góð orð,
Steinn.
Auðunn — Við sláum því föstu,
að þetta sé sögustaður. (Jón, Auðunn
og Steinn fara út til vinstri).
Kýminn — (Stendur upp). Heyrð-
ir þú til þeirra, Ásvaldur?
Ásv. — Ekki vel. Opnaðu glugg-
ann fyrir mig.
Kýminn — (Opnar gluggann).
Jónsi stóð sig vel þó hann sé orðinn
hálfgerður herramaður.
Ásv. — Þessi Jón er góður piltur.
Kýminn — Ekki er það nú víst.
Mér skildist gróðavon hans ráða því,
að við yrðum ekki flæmdir héðan,
en ekki góðmennskan.
Ásv. — Við höfum enga ástæðu
til að ætla Jóni annað en það sem
gott er. Allir menn eru góðir.
Kýminn — Já, það má nú segja.
Til dæmis þeir Steinn og Auðunn
og Jón með þeim. Þeir lögðu við
fossinn og gerðu úr honum húðar-
klár, og eru á góðum vegi, að upp-
ræta allan skóginn á stóru land-
flæmi.
Ásv. — Til þess hafa þeir löglegt
leyfi.
Kýminn — En ég hélt að guð
hefði skapað skóginn og fossinn, og
varla trúi ég því, að herramennirnir
hafi gert það ómak á sig, að finna
hann að máli. Og í hina áttina munu
þeir leita hvort sem þeir nota foss-
inn til aksturs eða reiðar. Nei, góðir
eru þeir ekki, herrarnir.
Ásv. — En þá standa þeir til bóta,
og batnandi manni er bezt að lifa.
Kýminn — Vitaskuld stendur alt
sem ilt er til bóta.
Ásv. — Á því lifir vonin og án
hennar væri ekki líft í þessum heim.
Kýminn — Alt er þetta skýrt og
skiljanlegt. Vonin er góð og þrífst
á hinu illa. Ergó — (Hlustar eftir