Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 38
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
bifreið, sem heyrist stanza). Einn
djöflavagninn enn. Ég held þetta
túrista-aðstreymi, sem herrarnir eru
að setja í gang, sé þegar byrjað . . .
Og nú er það kærustupar. (Fer inn í
kofann og lokar glugganum. Sveinn
og Björg koma frá vinstri. Litast
um).
Sveinn — Hérna var það, Björg.
Björg — Já, ég man vel, þegar ég
fór héðan eftir leiðbeining ein-
búans. •—
Sveinn — Og þessa vegvísis. En
ertu viss um, að þú hefðir ekki farið
þína leið hvort sem var?
Björg — Getur vel verið. Ef til
vill fær enginn vísað öðrum til
vegar, nema rétt í svipinn.
Sveinn — Eigum við ekki að
drepa á dyr? (Bankar á kofa-
hurðina).
Kýminn — (opnar). Hvað er nú?
Björg — Komdu sæll.
Kýminn — (Kemur út. Þurkar
höndina á buxnaskálminni. Þau
takast í höndur). Æ, komdu nú
blessuð og sæl. (Til Sveins). Og þú
sömuleiðis. (Þeir heilsast með
handabandi). Hvernig var það,
funduð þið beljurnar?
Björg — (Hlær). Já, og ýmislegt
fleira.
Sveinn — Hvar er einbúinn?
Kýminn — Hér er enginn einbúi.
Nú á ég hér heima og er tvíbúi.
Björg — Hver er þá hinn tví-
búinn?
Kýminn — Nú hver annar en
hann Ásvaldur.
Sveinn — Ég kom til að finna
hann. Er hann heima?
Kýminn — Því er nú ver. Hann
er altaf heima.
Sveinn — Má ég hafa tal af
honum?
Kýminn — Það tel ég víst. En
hann kemst hvergi. Varð fyrir slysi
og liggur fyrir. En ef þú vildir gera
svo vel og ganga í bæinn. •—
Sveinn — Þakka þér fyrir.
Björg — Já, við skulum sjá,
hvernig Ásvaldi líður.
Kýminn — (Opnar fyrir þeim).
Gerið svo vel. (Þau fara inn. Kým-
inn leggur aftur hurðina. Gengur
að staurnum og athugar hann
spekingslega. — Þögn þar til kofa-
hurðin opnast).
Björg — (Inni). í hamingju bæn-
um farðu nú varlega, Sveinn.
(Kemur út með kodda og rúmteppi
og hagræðir því við vegvísinn).
Farðu nú inn, Kýminn, og hjálpaðu
honum Sveini.
Kýminn — Er hann nú líka orð-
inn farlama?
Björg — Láttu nú einu sinni eins
og þú hafir ofurlitla vitglóru. Þið
verðið að hjálpast að því, að koma
honum Ásvaldi út í sólskinið.
Kýminn — Þetta er það sem ég
hef altaf sagt. En að ég geri mér
upp vit — (Fer inn). Varlega,
Sveinki minn. Þetta er svoddan
skar.
Ásv. — (Inni). Hann Sveinn er
mjúkhentur eins og móðir við barn.
Björg — (Við dyrnar). Svona
komið þið nú með hann. (Þau hjálp-
ast að, að bera Ásvald út og leggja
hann á teppið).
Ásv. — Æ, hvað það er gott, að
koma út undir bert loft — undir
heiðan himinn.
Kýminn — (Afsíðis). Sumir álíta