Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 42
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ÞRIÐJI ÞÁTTUR
Árum síðar. Leiksviðið sama,
nema hvað alt er af sér gengið og í
rústum. Kofinn skektur og þak hans
að hálfu fallið inn. Tré hafa öll
verið höggvin. Aðeins kjarr hefir
vaxið upp gegn um flækju og kesti
af dauðu limi og feysknum trjá-
toppum. Þetta hylur alla baksýn
nema þrjá afar mikla verksmiðju-
reykháfa, sem sjást í fjarlægð.
Þaðan berst niður frá vélunum, svo
fosshljóðsins gætir ekki lengur.
Álmur vegvísins horfnar, en staur-
inn stendur eftir. Dísa situr á sag-
hesti, úfin, óhrein og rifin og rær
fram í gráðið.
Kýminn — (Kallar veikum rómi
inn í kofanum um opnar dyrnar).
Dísa, komdu! (Þögn). Dísa, heyr-
irðu ekki? Komdu, segi ég.
Dísa — (Lítur upp). Hvað ætli
þú viljir?
Kýminn — Ég vil komast út.
Dísa — (Kallar). Jú, þú ert líkur
því, eða hitt þó heldur.
Kýminn — Hjálpaðu mér í fötin,
Dísa.
Dísa — Karlskrattinn líklega orð-
inn brjálaður. (Stendur upp og
gengur í dyrnar). Hver fjandinn
gengur að þér?
Kýminn — Ég vil klæða mig og
koma út í góða veðrið. Mér mundi
skána við það.
Dísa — Jú, ég hefði haldið það.
Þér hvorki batnar né versnar. Þú
getur hvorki lifað né drepist.
Kýminn — Kannske ég hressist
við að koma út, nóg til þess að geta
drepist. Æ, hjálpaðu mér í tuskurn-
ar. Mér er að verða kalt, en blessuð
sólin funheit úti.
Dísa — Þá það. (Fer inn og leggur
aftur hurðina).
Steinn — (Kemur frá vinstri.
Auðunn eftir honum). Heldurðu að
það sé ekki komið mál til að hreinsa
upp hér?
Auðunn — Ég hefði látið gera
það fyrir löngu, ef Jón hefði ekki
aftekið það.
Steinn — Ef þið þverskallist við
því lengur, kalla ég lögregluna.
Auðunn — Hvað kemur lögregl-
unni þetta við?
Steinn — Hún mun svara því, ef
ég klaga þessi skötuhjú fyrir ólifnað.
Eða hafið þið Jón látið gefa þau
saman í heilagt hjónaband?
Auðunn — Jón fór víst fram á
það við þau, en þau þverneituðu.
Steinn — Það er svo sem ekki
að reka þau út á gaddinn, þó þeim
væri bannað þetta hreysi. Þau gætu
sjálfsagt valið um vitfirringahæli og
betrunarhús sér til vistar. Hvor
stofnunin sem er mundi standa
þeim opin. Utan þess er það í verka-
hring hins opinbera, að láta hreinsa
upp þetta óþrifabæli.
Auðunn — (Lítur á úrið). Jón
lofaði, að mæta okkur hér um þetta
leyti. Þegar hann kemur máttu
gjarnan hóta honum hörðu. Ekki
get ég komið vitinu fyrir hann.
Steinn — Hér þarf engra hótana
við. Allir vita, að þessi þokkahjú
lifa á því, sem kerlingin stelur og
ef svo kvisast, að þau eru undir
verndarvæng Jóns. —
Auðunn — Nei, nei. í hamingju
bænum!
Jón — (Kemur frá hægri). Er ég
seinn?