Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 53
UM ÍSLENZKU HANDRITIN
35
fornra og nýrra og rannsókn þeirra.
Við þau var hann vakinn og sofinn.
Á ferðurn sínum erlendis, en þó
fyrst og fremst á íslandi, spurði
hann uppi slík gögn, fékk þau síðan
ýmist að gjöf eða falaði þau fyrir fé.
Og vildu menn ekki láta, var hann
vís til að fá þau að láni og láta rita
eftir þeim. Gat þá og komið fyrir,
að seint væri staðið í skilum.
Halldór Kiljan Laxness hefur í
sagnabálki sínum um þau Jón
Hreggviðsson, Snæfríði íslandssól
og Árna Magnússon brugðið upp
ýmsum myndum af handritasöfnun
Árna. Ég tek til gamans tvo spretti,
báða úr bókinni íslandsklukkunni.
Er sr. Þorsteinn í Görðum í hinum
fyrri að lýsa erindi Árna Magnús-
sonar fyrir Jóni Hreggviðssyni á
Rein, en þangað eru þeir komnir í
handritaleit. í sögunni segir svo:
Vildi hann (þ. e. Árni Magnússon,
eða Arnas Arnæus, eins og hann er
kallaður) kaupa öll skrifuð rifrildi
frá fornri tíð svo úr skinni sem
Pappír, skræður, druslur og hvað-
eina bréfkyns eða í bókarlíki, sem
grotnaði nú sem óðast niður í fórum
fátækra og volaðra innbyggjara
þessa auma lands, með því þeir
hefðu ekki lengur þará neitt
beskyn fyrir hungurs sakir og ann-
ars þess guðlegs straffs, sem á fellur
iðrunarlaust fólk og þá, sem van-
þakka Kristi. Þessum bókagreyum
kvað prestur hann síðan finna
samastað í sinni stórri höll útí þeim
stað Kaupinhafn, til geymslu um
eilífa tíð, svo lærðir menn heimsins
gætu sannfærzt um, að á íslandi
hefði eitt sinn lifað fólk í mannatölu
svo sem Gunnar á Hlíðarenda, Njáll
bóndi og synir hans.
En síðar í íslandsklukkunni lætur
Kiljan Jón Marteinsson þylja eftir-
farandi lýsingu yfir Jóni Hreggviðs-
syni úti í Kaupmannahöfn:
Hann hefur fengið þær allar,
sagði Jón Marteinsson, allar sem
máli skipta. Þær sem hann ekki
hafði á kirkjuloftum og í eldhús-
krókum eða í myggluðum rúmbæl-
um keypti hann af stórhöfðingjum
og ríkisbændum fyrir jarðir og pen-
inga þangað til allt hans fólk stóð
uppi öreiga, og var hann þó kominn
af stórmennum. Og þær sem höfðu
verið fluttar úr landi elti hann uppi
ríki úr ríki þangað til hann fann
þær, þessa í Svíþjóð, hina í Noregi,
nú í Saxlandi, þá í Bæheimi, Hol-
landi, Englandi, Skotlandi og Franz,
já allar götur suður í Rómu. Hann
keypti gull af okrurum til að borga
þær, gull í belgjum, gull í kútum,
og aldrei heyrðist hann prútta um
verð. Sumar keypti hann af biskup-
um og ábótum, aðrar af greifum,
hertogum, kjörfurstum og stólkon-
ungum, nokkrar af sjálfum páfan-
um; — þangað til búslóðarmissir og
svarthol blasti við. Og aldrei um
eilífð verður til neitt ísland utan
það ísland, sem Arnas Arnæus hefur
keypt fyrir sitt líf.
En — habent sua fata libelli: bæk-
ur eiga sín örlög. Að kvöldi hins 20.
októbers 1728 kom upp eldur í Kaup-
mannahöfn, geisaði nærri 3 daga og
hafði þá lagt í auðn 2/5 hluta borg-
arinnar. Árni Magnússon uggði ekki
að sér fyrr en eldurinn var kominn
svo nærri híbýlum hans, að ókleift
reyndist að bjarga nema hluta af
safni hans. Nær allar hinar prentuðu
bækur, er hann átti, sumar þeirra
mjög verðmætar, brunnu í eldinum.