Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 53

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 53
UM ÍSLENZKU HANDRITIN 35 fornra og nýrra og rannsókn þeirra. Við þau var hann vakinn og sofinn. Á ferðurn sínum erlendis, en þó fyrst og fremst á íslandi, spurði hann uppi slík gögn, fékk þau síðan ýmist að gjöf eða falaði þau fyrir fé. Og vildu menn ekki láta, var hann vís til að fá þau að láni og láta rita eftir þeim. Gat þá og komið fyrir, að seint væri staðið í skilum. Halldór Kiljan Laxness hefur í sagnabálki sínum um þau Jón Hreggviðsson, Snæfríði íslandssól og Árna Magnússon brugðið upp ýmsum myndum af handritasöfnun Árna. Ég tek til gamans tvo spretti, báða úr bókinni íslandsklukkunni. Er sr. Þorsteinn í Görðum í hinum fyrri að lýsa erindi Árna Magnús- sonar fyrir Jóni Hreggviðssyni á Rein, en þangað eru þeir komnir í handritaleit. í sögunni segir svo: Vildi hann (þ. e. Árni Magnússon, eða Arnas Arnæus, eins og hann er kallaður) kaupa öll skrifuð rifrildi frá fornri tíð svo úr skinni sem Pappír, skræður, druslur og hvað- eina bréfkyns eða í bókarlíki, sem grotnaði nú sem óðast niður í fórum fátækra og volaðra innbyggjara þessa auma lands, með því þeir hefðu ekki lengur þará neitt beskyn fyrir hungurs sakir og ann- ars þess guðlegs straffs, sem á fellur iðrunarlaust fólk og þá, sem van- þakka Kristi. Þessum bókagreyum kvað prestur hann síðan finna samastað í sinni stórri höll útí þeim stað Kaupinhafn, til geymslu um eilífa tíð, svo lærðir menn heimsins gætu sannfærzt um, að á íslandi hefði eitt sinn lifað fólk í mannatölu svo sem Gunnar á Hlíðarenda, Njáll bóndi og synir hans. En síðar í íslandsklukkunni lætur Kiljan Jón Marteinsson þylja eftir- farandi lýsingu yfir Jóni Hreggviðs- syni úti í Kaupmannahöfn: Hann hefur fengið þær allar, sagði Jón Marteinsson, allar sem máli skipta. Þær sem hann ekki hafði á kirkjuloftum og í eldhús- krókum eða í myggluðum rúmbæl- um keypti hann af stórhöfðingjum og ríkisbændum fyrir jarðir og pen- inga þangað til allt hans fólk stóð uppi öreiga, og var hann þó kominn af stórmennum. Og þær sem höfðu verið fluttar úr landi elti hann uppi ríki úr ríki þangað til hann fann þær, þessa í Svíþjóð, hina í Noregi, nú í Saxlandi, þá í Bæheimi, Hol- landi, Englandi, Skotlandi og Franz, já allar götur suður í Rómu. Hann keypti gull af okrurum til að borga þær, gull í belgjum, gull í kútum, og aldrei heyrðist hann prútta um verð. Sumar keypti hann af biskup- um og ábótum, aðrar af greifum, hertogum, kjörfurstum og stólkon- ungum, nokkrar af sjálfum páfan- um; — þangað til búslóðarmissir og svarthol blasti við. Og aldrei um eilífð verður til neitt ísland utan það ísland, sem Arnas Arnæus hefur keypt fyrir sitt líf. En — habent sua fata libelli: bæk- ur eiga sín örlög. Að kvöldi hins 20. októbers 1728 kom upp eldur í Kaup- mannahöfn, geisaði nærri 3 daga og hafði þá lagt í auðn 2/5 hluta borg- arinnar. Árni Magnússon uggði ekki að sér fyrr en eldurinn var kominn svo nærri híbýlum hans, að ókleift reyndist að bjarga nema hluta af safni hans. Nær allar hinar prentuðu bækur, er hann átti, sumar þeirra mjög verðmætar, brunnu í eldinum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.