Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 64
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hlutum, sem skeð hafa á sunnudegi
svo sem boðun Máríu og Krists burð.
Himnabréfið er alþekkt krossferða-
minni. Nafnlaus höfundurinn nefnir
einhvern Rúnólf prest er hafi hjálp-
að sér (Ketilsson 1143?). Kvæðið
stælir Plácítusdrápu og Geisla;
Paasche taldi það vera frá 1150, de
Vries frá 1180.
Fyrsta erindi úr Leiðarvísan:
Þinn óð semk ok innik
allskjótt, salar fjalla,
harðla brátt til hróðrar,
harri, munn ok varrar;
mér gefi döglingr dýra
dœmistóls ok sólar,
enn svá at ek mega sannan,
orðgnótt, lofa dróttin!
Á þrettándu öld halda menn á-
fram að yrkja helgar drápur. Brot
eru til af Jónsvísum (postula) eftir
Kolbein Tumason (d. 1208), Krists-
drápu (?) eftir Ólaf svartaskáld,
Tómasardrápu (a Becket) eftir Ólaf
hvítaskáld, nokkur óþekkjanleg
slitur í Fjórðu málfræðiritgerðinni
og nafnlaus brot af Nikulásardrápu.
Nær heil kvæði eru Líknarbraut (52
erindi) og Heilagsanda vísur (18
erindi), fyrsta kunna þýðingin úr
latneskum hymna: Veni creator
spiritus (Kom skapari heilagur andi)
svo sem Einar Ól. Sveinsson hefur
sýnt.
Mun ég prenta hér til sýnis 11.
erindið, er samsvarar fyrsta versi í
latneska frumsálminum:
Kom þú hreinskapaðr himna
hlutvandr föður andi,
■yðvarra frem errinn
alsælan hug þrœla;
himneskrar fremr háska
hjálp unnin miskunnar
gumna brjóst í grimmum
Guðs kraptr þau er þú skaptir.
Veni creator spiritus!
Mentes tuorum visita;
Imple superna gratia
Quæ tu creasti pectora.
Líknarbraut er kvæði um kross-
inn; nafnið merkir krossinn. Það er
hugieiðing um píningu Krists —
naglarnir heyrast reknir í fætur
hans, en Máría grætur. Kvæðið er
tilfinningasamara en eldri kvæðin,
stíllinn innilegri og persónulegri.
Það er varða á leið til Lilju; Paasche
metur það mikils.
Fyrsta erindi úr Líknarbraut:
Einn lúktu upp sem ek bæni
óðrann ok gef sanna
mér, þú er alls átt ærit,
orðgnótt, himins dróttinn;
þinn vil ek kross sem kunnum,
Kristr styrki mik, dyrka,
örr, sá er ýta firrir
allri nauð ok dauða.
Nokkuð af helgi- og kenni-
(didactic) kvæðum þrettándu aldar
fellur ekki í straum dróttkvæðu og
hrynhendu drápanna, heldur í far-
veg Eddukvæða-hátta. Merlínusspá
eftir Geoffrey af Monmouth var
snúið á lélegt fornyrðislag af Gunn-
laugi Leifssyni munki (d.1218). Hin
nafnlausa þýðing á Catonis Disticha
(Tvíhendur Catós) er kallast Hug-
svinnsmál munu vera frá síðari hluta
12. aldar. Ljóðaháttur Hávamála fer
þessu gamla latneska kennikvæði
mjög vel.