Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 65

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 65
ÍSLENZK HELGIKVÆÐI Á MIÐÖLDUM 47 Undir ljóðahætti eru líka ort Sólarljóö (frá því um 1200 eða þar eftir), nafnlaust, en mikilfenglegasta kvæði kaþólskt á undan Lilju. I því mætast hetjukvæði, kennikvæði, leiðslur eða sýnir (visiones), andi Hávamála og Völuspár, andi ka- þólskra dæmisagna (exempla), sýna °g táknfræði (symbolismi). Heim- spekin er kaþólsk og miðaldaleg: breyt vel, og þú munt bjargast. I Sólarljóðum ávarpar dáinn faðir, snúinn frá dauðum, son sinn lifandi. Hann hefur mál sitt með nokkrum dæmisögum, er kasta björtu ljósi á háttalag illra manna eða villtra og á hlut þeirra eftir dauðann. Eftir stutta áminning um bæn til son- arins, rifjar faðir hans upp ævi sína, heldur skemmtilega, heldur and- varalitla, fram til dauðadags, er Hel stóð tilbúin að draga hann í djúpið. úauðastundinni sér hann sólina °g lýsir þeirri sýn í sjö frægum erindum, sem kvæðið dregur nafn af: Sól ek sá: Sól ek sá sanna dagstjörnu drúpa dynheimum i; en Heljar grind heyrða ek á annan veg þjóta þunglega. ^essi sól er sönn dagstjarna, verus Lucifer, þ. e. Kristur. í annari vísu sýnist hún vera sjálfur Guð: Sól ek sá sud þótti mér sem ek sæja göfgan Guð. Blóðrauðir geislar sólar og eld- rautt haf, sem hún sígur í, minna á dómsdag: Sól ek sá setta dreyrstöfum mjök var ek þá úr heimi hallr. Og loks: Sól ek sá síðan aldrigi eftir þann dapra dag, því at fjallavötn lukust fyrir mér saman, en ek hvarf kallaðr frá kvölum. Þegar sólin er sigin, kemur dauð- inn, en sálin flýgur burt — sem vonarstjarna — meðan líkaminn bíður greftrunar. Á leið sinni um sjö sigur-heima og kvölheima, mætir sálin fyrst vánardreka og illfygli því, er honum fylgir, en þá skerst sólarhjörtur (þ. e. Kristur) í leikinn og sjö stjörnuenglar, líklega undir forustu Mikjáls. Síðan er sál- inni á fluginu sýnt í tvo heima, en frásagnir hennar af þeim vistar- verum láta engan, sem heyrir, í vafa um það hvert er betra að fara eftir dauðann. Kafla þessum lýkur með bæn til þrenningarinnar um að „vernda oss alla eymdum frá.“ Loka- kafli kvæðis virðist vera nokkrar táknrænar svipmyndir, sem mönn- um hefur ekki tekizt að skilja eða skýra. Næstsíðasta vísan nefnir kvæðið Sólarljóð, en síðasta vísan, þar sem faðirinn kveður son sinn, bergmálar hinn fræga kaþólska lík- söng: Requiem aeternam dona eis, domine:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.