Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 65
ÍSLENZK HELGIKVÆÐI Á MIÐÖLDUM
47
Undir ljóðahætti eru líka ort
Sólarljóö (frá því um 1200 eða þar
eftir), nafnlaust, en mikilfenglegasta
kvæði kaþólskt á undan Lilju. I því
mætast hetjukvæði, kennikvæði,
leiðslur eða sýnir (visiones), andi
Hávamála og Völuspár, andi ka-
þólskra dæmisagna (exempla), sýna
°g táknfræði (symbolismi). Heim-
spekin er kaþólsk og miðaldaleg:
breyt vel, og þú munt bjargast.
I Sólarljóðum ávarpar dáinn faðir,
snúinn frá dauðum, son sinn lifandi.
Hann hefur mál sitt með nokkrum
dæmisögum, er kasta björtu ljósi á
háttalag illra manna eða villtra og
á hlut þeirra eftir dauðann. Eftir
stutta áminning um bæn til son-
arins, rifjar faðir hans upp ævi sína,
heldur skemmtilega, heldur and-
varalitla, fram til dauðadags, er Hel
stóð tilbúin að draga hann í djúpið.
úauðastundinni sér hann sólina
°g lýsir þeirri sýn í sjö frægum
erindum, sem kvæðið dregur nafn
af: Sól ek sá:
Sól ek sá
sanna dagstjörnu
drúpa dynheimum i;
en Heljar grind
heyrða ek á annan veg
þjóta þunglega.
^essi sól er sönn dagstjarna, verus
Lucifer, þ. e. Kristur. í annari vísu
sýnist hún vera sjálfur Guð:
Sól ek sá
sud þótti mér
sem ek sæja göfgan Guð.
Blóðrauðir geislar sólar og eld-
rautt haf, sem hún sígur í, minna á
dómsdag:
Sól ek sá
setta dreyrstöfum
mjök var ek þá úr heimi hallr.
Og loks:
Sól ek sá
síðan aldrigi
eftir þann dapra dag,
því at fjallavötn
lukust fyrir mér saman,
en ek hvarf kallaðr frá kvölum.
Þegar sólin er sigin, kemur dauð-
inn, en sálin flýgur burt — sem
vonarstjarna — meðan líkaminn
bíður greftrunar. Á leið sinni um
sjö sigur-heima og kvölheima,
mætir sálin fyrst vánardreka og
illfygli því, er honum fylgir, en þá
skerst sólarhjörtur (þ. e. Kristur) í
leikinn og sjö stjörnuenglar, líklega
undir forustu Mikjáls. Síðan er sál-
inni á fluginu sýnt í tvo heima, en
frásagnir hennar af þeim vistar-
verum láta engan, sem heyrir, í vafa
um það hvert er betra að fara eftir
dauðann. Kafla þessum lýkur með
bæn til þrenningarinnar um að
„vernda oss alla eymdum frá.“ Loka-
kafli kvæðis virðist vera nokkrar
táknrænar svipmyndir, sem mönn-
um hefur ekki tekizt að skilja eða
skýra. Næstsíðasta vísan nefnir
kvæðið Sólarljóð, en síðasta vísan,
þar sem faðirinn kveður son sinn,
bergmálar hinn fræga kaþólska lík-
söng: Requiem aeternam dona eis,
domine: