Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 67
ÍSLENZK HELGIKVÆÐI Á MIÐÖLDUM
49
(Skjaldedigtningen II, A og B), en
prófessor Jón Helgason hyggur, að
nokkuð af nafnlausu kvæðunum í
henni geti verið frá fimmtándu öld.
Það sem einkennir 14. aldar helgi-
kvæðin er þetta, að helgir menn
eða dýrlingar eru nú yrkisefni nær
eingöngu, með Máríu allravinsæl-
asta. Átta kvæði eru ort henni til
lofs og dýrðar: tvö lofkvæði, Lilja
°g Máríudrápa, einn Máríugrátr
(planctus) og fimm helgisögur allar
(nema ein?) eftir Máríusögu. Af
helgum meyjum fær Katrín heila
úrápu (eftir Kálf skáld = Vitulus
vates) en þrjátíu og tvær aðrar
meyjar eiga eina Heilagra meyja
drápu allar saman.
Af postulunum fá Pétur og And-
rsas sitt lofkvæðið hvor (Andréas-
drápa er þó aðeins brot), en hver um
si§ fær eitt erindi í Allra postula
minnivísum. í því kvæði er hvert
erindi dróttkvæð vísa auk tveggja
vísuorða, sem hvetja til að drekka
nnnni postulans. Þettá er minni
Jakobs:
Oss gefi Jákób þessa
Jóns bróðir frið góðan
siðar ok sanna prýði,
sætast hœfilœti;
halda manni mildum
rnikit stím pílagrímar
þar er fagnaðar fœri
fellr í Kompostella.
Gleði gjörvalla inni
Guð með Jákóbs minni.
Loks er brot af Heilagra manna
rapii, ef til vill til heiðurs öllum
g.e! °§um, þótt eigi sé getið fleiri en
SI° 1 því, sem varðveitt er af dráp-
unni.
Eini „helgi“ maðurinn, sem kemst
í nokkurt hálfkvisti við Máríu mey
í vinsældum, er betlara-biskupinn
Guðmundur góði. íslendingar börð-
ust fyrir helgi hans; bein hans voru
upp tekin 1344, Arngrímur ábóti
Brandsson á Þingeyrum setti saman
Æfi (Vita) hans á latínu og orti
drápu (1345) honum til heiðurs.
Tveir aðrir menn, Einar Gilsson
(lögmaður 1362—69) og Árni Jóns-
son ábóti á Munkaþverá tóku undir
lofið, svo að hinn góði biskup var
dýrkaður í ekki færri en sex kvæð-
um; allt árangurslaust.
Hér er ekkert rúm til að ræða
kvæði þessi nákvæmlega, nema hið
mikla og fræga kvæði Lilju og höf-
und hennar Eystein Ásgrímsson.
Það hlýtur að hafa verið ort á árun-
um 1343—44, því að það hefur sýni-
lega haft áhrif á Guðmundardrápu
þá, sem áður er nefnd, eftir Arngrím
Brandsson.
Árið 1343 var Eysteinn Ásgríms-
son munkur settur í dýflissu fyrir
skírlífisbrot og fyrir það að hafa
barið á ábóta sínum á Þykkvabæ í
Veri. Skömmu síðar var honum
sleppt og hann sendur í klaustrið á
Helgafelli. Árið 1349 var Eysteinn
Ásgrímsson gerður officialis í Skál-
holti; hann vann með biskupi og fór
með honum til Noregs 1355. í Noregi
var Eysteinn fram til ársins 1357,
þegar hann með öðrum manni var
gerður eftirlitsmaður Skálholts-
biskupsstóls. í því embætti féll hann
í ónáð biskups, og það svo að biskup
bannfærði hann. Árið 1360 sneru
eftirlitsmennirnir aftur til Noregs og
þar andast Eysteinn 14. marz 1361 í
klaustrinu í Helgisetri í Niðarósi.