Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 70
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA úrfellingum og breytingum. Og í raun og veru höfðu siðskiptamenn eða siðabótamenn, eins og þeir köll- uðu sjálfa sig, ekkert til þess að setja á bekk með Lilju fyrr en Passíusálmar Hallgríms koma til sögu. Helgikvæði fimmtándu aldar og fram að siðabót (1550) hafa verið gefin út og rædd aðallega af tveim fræðimönnum, Jóni Þorkels- syni (Dr. forna) og Jóni Helgasyni prófessor í Kaupmannahöfn, en Páll Eggert Ólason hefur líka átt í því starfi ekki ómerkan þátt. Jón Þorkelsson kom ungur að ónumdu landi miðaldafræðanna og eyddi langri æfi til að marka og draga á land allt það vogrek, sem þar rak á fjörur hans. Hann var geysiminn- ugur og hafði frábæra gáfu til þess að tengja saman og skapa myndir og mannlýsingar úr brotunum. En hann hafði hvorki tíma né löngun til að beita nákvæmri, hárbeittri gagnrýni í fræðum sínum. Hins veg- ar virðist hárhvöss gagnrýni hafa verið Jóni Helgasyni í blóð borin. Þótt hann sé lærisveinn Finns Jóns- sonar, en ekki Eysteins Ásgrímsson- ar, þá hefur hann fullkomlega til- einkað sér lífsreglu Eysteins: Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin. Þessi gagnrýna samvizka gerir Jón ekki aðeins að bezta útgefanda íslenzkra handrita sinnar tíðar (ómetanlegur kostur á manni, sem situr í Árnasafni), heldur líka manna hlífðarlausastan að rífa niður hugspilaborgir annara, þótt glæsi- legar kunni að virðast, og alveg ó- fáanlegan til að eyða sínum dýra og nauma tíma í svo auðvirðileg störf. Af þessu má það vera auðskilið að Jón Helgason hafði ekki lítið að at- huga við útgáfur Jóns Þorkelssonar af miðaldakvæðunum eins og t. d. Kvœðasafn (1922—1927), sem hann dæmdi allhart þegar út kom. Hitt er þó meira um vert að þessir merku nafnar hafa fullkomlega sameinazt í ást á sínum fornu fræðum, enda hafa báðir ort sig aftur í þessar miðaldir, svo að enginn nútíma- skálda stendur þeim þar á sporði. Hins vegar verður sennilega bið á því að hin fornu kvæði verði betur útgefin en Jón Helgason gerði í íslenzkum miðaldakvœðum (1936). Jón Helgason telur, að engin höfundanöfn verði með vissu tengd við kvæði frá 15. öld. Jón Máríu- skáld var áður talinn sami maður og sr. Jón Pálsson, prestur á Grenj- aðarstað (d. 1471) og höfundur Máríulykils; hvorttveggja telur Jón Helgason nú jafntilhæfulítið. I vísu frá fyrra helmingi 16. aldar, sem kennd er Jóni Arasyni biskupii eru fjögur skáld, þá á lífi, nefnd til þess að vera beztu skáld á landinu, hvert í sínum fjórðungi: Öld segir afbragð skálda Einar prest fyrir vestan; Hallsson hróðrar snilli hefir kunnað fyrir sunnan; Blind hafa bragnar fundið bragtraustan fyrir austan Gunna get eg að sönnu greiðorður sé fyrir norðan. Einar „fyrir vestan“ var Snorra-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.