Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 70
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
úrfellingum og breytingum. Og í
raun og veru höfðu siðskiptamenn
eða siðabótamenn, eins og þeir köll-
uðu sjálfa sig, ekkert til þess að
setja á bekk með Lilju fyrr en
Passíusálmar Hallgríms koma til
sögu.
Helgikvæði fimmtándu aldar og
fram að siðabót (1550) hafa verið
gefin út og rædd aðallega af
tveim fræðimönnum, Jóni Þorkels-
syni (Dr. forna) og Jóni Helgasyni
prófessor í Kaupmannahöfn, en
Páll Eggert Ólason hefur líka átt í
því starfi ekki ómerkan þátt. Jón
Þorkelsson kom ungur að ónumdu
landi miðaldafræðanna og eyddi
langri æfi til að marka og draga á
land allt það vogrek, sem þar rak á
fjörur hans. Hann var geysiminn-
ugur og hafði frábæra gáfu til þess
að tengja saman og skapa myndir og
mannlýsingar úr brotunum. En
hann hafði hvorki tíma né löngun
til að beita nákvæmri, hárbeittri
gagnrýni í fræðum sínum. Hins veg-
ar virðist hárhvöss gagnrýni hafa
verið Jóni Helgasyni í blóð borin.
Þótt hann sé lærisveinn Finns Jóns-
sonar, en ekki Eysteins Ásgrímsson-
ar, þá hefur hann fullkomlega til-
einkað sér lífsreglu Eysteins:
Varðar mest til allra orða
undirstaðan sé réttlig fundin.
Þessi gagnrýna samvizka gerir
Jón ekki aðeins að bezta útgefanda
íslenzkra handrita sinnar tíðar
(ómetanlegur kostur á manni, sem
situr í Árnasafni), heldur líka
manna hlífðarlausastan að rífa niður
hugspilaborgir annara, þótt glæsi-
legar kunni að virðast, og alveg ó-
fáanlegan til að eyða sínum dýra og
nauma tíma í svo auðvirðileg störf.
Af þessu má það vera auðskilið að
Jón Helgason hafði ekki lítið að at-
huga við útgáfur Jóns Þorkelssonar
af miðaldakvæðunum eins og t. d.
Kvœðasafn (1922—1927), sem hann
dæmdi allhart þegar út kom. Hitt
er þó meira um vert að þessir merku
nafnar hafa fullkomlega sameinazt
í ást á sínum fornu fræðum, enda
hafa báðir ort sig aftur í þessar
miðaldir, svo að enginn nútíma-
skálda stendur þeim þar á sporði.
Hins vegar verður sennilega bið á
því að hin fornu kvæði verði betur
útgefin en Jón Helgason gerði í
íslenzkum miðaldakvœðum (1936).
Jón Helgason telur, að engin
höfundanöfn verði með vissu tengd
við kvæði frá 15. öld. Jón Máríu-
skáld var áður talinn sami maður
og sr. Jón Pálsson, prestur á Grenj-
aðarstað (d. 1471) og höfundur
Máríulykils; hvorttveggja telur Jón
Helgason nú jafntilhæfulítið.
I vísu frá fyrra helmingi 16. aldar,
sem kennd er Jóni Arasyni biskupii
eru fjögur skáld, þá á lífi, nefnd til
þess að vera beztu skáld á landinu,
hvert í sínum fjórðungi:
Öld segir afbragð skálda
Einar prest fyrir vestan;
Hallsson hróðrar snilli
hefir kunnað fyrir sunnan;
Blind hafa bragnar fundið
bragtraustan fyrir austan
Gunna get eg að sönnu
greiðorður sé fyrir norðan.
Einar „fyrir vestan“ var Snorra-